Morgunn - 01.06.1965, Page 53
SigurSur Magnússon:
Þegar ég var á Eiðum.
☆
Ég stundaði nám í alþýðuskólanum á Eiðum veturna
1928—1930. Heimavist var í skólanum og bjó ég í stofu í
rishæð í gamla hluta skólahússins. Eitthvað heyrði ég um
það talað, að menn þóttust hafa orðið varir við einhverja
ókyrrð í þessu gamla húsi og stundum heyrzt þar umgang-
ur um nætur, er naumast gæti verið af eðlilegum orsökum.
Ekki var ég beinlínis trúaður á þetta. Þó fór svo, að þessa
vetur taldi ég mig verða svo áþreifanlega varan við dulræn
fyrirbæri í skólanum, að ég gat ekki efazt um, að þau ættu
sér raunverulega stað. Skal nú lausiega vikið að nokkrum
þeirra.
Fótatakið.
Kvöld eitt á þorranum 1929 sögðu tveir skólabræður mínir
frá einkennilegum umgangi, sem þeir kváðust oftlega heyra
í stofunni uppi yfir herbergi þeirra, og byrjaði þetta venju-
lega laust eftir miðnætti. Piltar þessir heita Hörður Gests-
son frá Bjarnanesi við Hornafjörð og Georg Magnússon frá
Reyðarfirði. Þeir bjuggu á neðstu hæð gamla skólahússins
í stofu þeirri, er nefnd var Prestakompa. Timburloft voru í
húsinu, gömul og lítt eða ekki einangruð, og því mjög hljóð-
bært.
Sagðist þeim félögum svo frá, að líkast væri því, að maður
kæmi gangandi eftir ganginum á miðhæðinni næst fyrir of-
an þá, færi fyrst inn í eldhús og þaðan inn í stofu þá, sem
var beint fyrir ofan þá. Gengið var allt annað en hljóðlega,
því að gesturinn virtist helzt vera á tréskóm eða hnöllum.