Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Síða 53

Morgunn - 01.06.1965, Síða 53
SigurSur Magnússon: Þegar ég var á Eiðum. ☆ Ég stundaði nám í alþýðuskólanum á Eiðum veturna 1928—1930. Heimavist var í skólanum og bjó ég í stofu í rishæð í gamla hluta skólahússins. Eitthvað heyrði ég um það talað, að menn þóttust hafa orðið varir við einhverja ókyrrð í þessu gamla húsi og stundum heyrzt þar umgang- ur um nætur, er naumast gæti verið af eðlilegum orsökum. Ekki var ég beinlínis trúaður á þetta. Þó fór svo, að þessa vetur taldi ég mig verða svo áþreifanlega varan við dulræn fyrirbæri í skólanum, að ég gat ekki efazt um, að þau ættu sér raunverulega stað. Skal nú lausiega vikið að nokkrum þeirra. Fótatakið. Kvöld eitt á þorranum 1929 sögðu tveir skólabræður mínir frá einkennilegum umgangi, sem þeir kváðust oftlega heyra í stofunni uppi yfir herbergi þeirra, og byrjaði þetta venju- lega laust eftir miðnætti. Piltar þessir heita Hörður Gests- son frá Bjarnanesi við Hornafjörð og Georg Magnússon frá Reyðarfirði. Þeir bjuggu á neðstu hæð gamla skólahússins í stofu þeirri, er nefnd var Prestakompa. Timburloft voru í húsinu, gömul og lítt eða ekki einangruð, og því mjög hljóð- bært. Sagðist þeim félögum svo frá, að líkast væri því, að maður kæmi gangandi eftir ganginum á miðhæðinni næst fyrir of- an þá, færi fyrst inn í eldhús og þaðan inn í stofu þá, sem var beint fyrir ofan þá. Gengið var allt annað en hljóðlega, því að gesturinn virtist helzt vera á tréskóm eða hnöllum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.