Morgunn - 01.06.1965, Page 56
50
MORGUNN
húsinu og stofunni. En enginn merki sáust þess, að þar hefði
nokkur lifandi maður verið um nóttina. Og engir hlutir
virtust þar hafa verið færðir úr stað.
Óvænt árás.
Sú regla gilti í heimavist Eiðaskóla á þessum árum, að
nemendur skyldu allir vera komnir til herbergja sinna kl.
10 að kvöldi, og sérstaklega var stranglega eftir þvi gengið,
að strákar væru ekki inni í stúlknaherbergjum eftir þann
tíma. Þessum reglum var yfirleitt fylgt, enda elskuðu nem-
endur og virtu skólastjóra sinn, séra Jakob Kristinsson, og
vildu í engu gera honum í móti.
Þó vildi svo til á útmánuðum 1930, að við þrír nemendur
brutum þessa reglu með eftirminnilegum afleiðingum, og
þó meira af ógætni en ásetningi. Þetta kvöld vorum við þrír,
Jónas Jónsson frá Bessastöðum í Fljótsdal, Einar Sigfússon
frá Skeggjastöðum í Fellum og ég staddir á herbergi því, er
nefnt var Stigafell. Vorum við fyrst að lesa þar með stelp-
unum, en tókum síðan upp léttara hjal, gleymdum tíman-
um, og var klukkan orðin hálf ellefu áður en við vissum af.
Við ákváðum að reyna að læðast hljóðlega upp stigann
til herbergja okkar á rishæðinni. En þegar við komum fram
á ganginn, varð það þó úr, að við skyldum læðast lengra inn
eftir honum og nota salerni, sem þar var, áður en við gengj-
um til náða. Ég var á undan inn ganginn, þá Jónas og studdi
höndum á axlir mér, en síðastur okkar gekk Einar og studdi
höndum á axlir Jónasar. Skuggsýnt var í ganginum en eng-
an veginn myrkur, því glætu lagði inn um gluggann.
Við erum komnir vel á móts við hurðina á stofu þeirri,
sem kölluð var Sigríðarstaðir, er ég sé mann koma á móti
mér. Sýndist mér ekki betur en þetta væri stofufélagi minn
Hjörtur Kristmundsson frá Rauðamýri, og hugsaði með
mér, að hann væri þá líka undir sömu sökina seldur og við.
Þegar við mættumst greip ég þéttingsfast um báða upp-