Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 61

Morgunn - 01.06.1965, Page 61
MORGUNN 55 vitundinni, þá horfir málið öðruvísi við. Við vitum, að raf- magnið varir, þótt Ijósaperan i stofunni brotni eða eyðilegg- ist. Við komumst að raun um, að hér eins og á öllum öðrum sviðum, verður að leggja til grundvallar forsendur eða frum- sannindi, sem við tökum gild, án þess að geta sannprófað þau. Og ef við göngum út frá því, að innsti kjarni alheimsins sé líf og vitund, þá leiðir af því, að líf einstaklingsins sé eilíft og hluti þess mikla afls, sem er óháð tímanum og yfir hann hafið. Því er það, að á máli trúarinnar byggist ódauðleiki mannsins á því, að Guð er til. En enda þótt af þessari grundvallarhugsun leiði það bein- línis, að maðurinn sé ódauðleg sál, og því séu allar vanga- veltur um þær óþarfar, bókstaflega talað, þá hefur manns- andinn ekki getað gert sig fyllilega ánægðan með þessa ályktun eingöngu, þótt rökrétt sé. 1 raun og veru er það æði margt, sem ruglar hugmyndir okkar um framhaldslifið. Og jafnvel þótt við séum sannfærð um það, að lífið haldi áfram með einhverjum hætti eftir dauðann, þá er okkur örðugt að gera okkur ljósa grein fyrir því, hvernig þeirri tilveru muni vera háttað. Er þá fyrst að gera sér þess grein hvað við venjulega fel- um í orðinu framhaldslíf. Gert mun yfirleitt ráð fyrir því, að eftir líkamsdauðann höldum við persónuleika okkar óskert- um, munum eftir því, sem gerðist í jarðlífinu, og að um beint framhald sé að ræða af þeirri samhangandi reynslu, sem við urðum fyrir á jörðinni. Einnig er iitið svo á, að við getum haldið eða tekið á okkur þá mynd, að unnt sé að þekkja okkur. Þetta er skýrt og ótvírætt. Og þetta felum við yfir- leitt í hugmyndum okkar um framhaldslífið. Er það nú hugsanlegt í ljósi þess, sem við þegar vitum um persónuleika mannsins, að hann haldist óskertur eftir dauða líkamans? Þess er þá fyrst að geta, sem raunar liggur í augum uppi, að líf okkar er tveggja tegunda, bæði sýnilegt og ósýnilegt. Líkamir okkar eru sýnilegir og áþreifanlegir, en andinn verður aðeins greindur með allt öðrum hætti. Og ég hygg,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.