Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 66

Morgunn - 01.06.1965, Page 66
60 MORGUNN Og hvernig ber þá að líta á framhaldslífið, ef persónuleiki mannsins er sífelldum breytingum háður, engu síður en hinn sýnilegi líkami okkar? Er þá nokkuð, sem lifir og varir eftir dauðann, án þess að taka nokkrum breytingum? Held- ur barnið, sem deyr ungt, áfram að vera barn alla tíð? Og ef svo er ekki, verður þá vöxtur þess og þroski með sama hætti og orðið hefði, ef því hefði auðnazt að lifa hér á jörð? Þannig mætti spyrja og þannig er eðlilegt að spyrja fyrir þá, sem ekki gera sér grein fyrir því, að heildin er annað og meira en hinir einstöku hlutar hennar. Það er hverju orði sannara, að unnt er að líta á persónuleikann sem breytilegar afleiðingar af ástandi bæði sálar og líkama. Á svipaðan hátt getum við sagt, að húsið sé múrsteinar, timbur, gler og járn. En það, sem öllu máli skiptir er hitt, að það er hús. Og það, sem mestu varðar er, að það, sem gerist í sál okkar og lík- ama, er birting sjálfs persónuleikans. Við skynjum okkur sjálf sem persónur, og það skaðar engan veginn, heldur þvert á móti, að við reynum að greina hann sundur í ýmsa þætti, til þess að geta athugað betur hvern þeirra um sig, ef við ekki sökkvum okkur svo djúpt niður í rannsókn hinna sundurleitu þátta, að við gleymum persónuleikanum sjálfum. Persónuleikinn er heild, og sem slíkur, meiri en allir hlut- ar hans samanlagðir. En með orðinu heild í þessu sambandi er alls ekki átt við það, að persónuleikinn sé einhver hlutur. Við hugsum okkur hlutina gerða úr efni og eigandi sér stað í rúmi og með fastákveðnum eiginleikum. Ekkert í reynslu okkar bendir til þess, að sál mannsins sé hlutur í þeim skilningi. En hugsunarháttur manna er bundinn af rótgrónum venj- um, og við getum helzt ekki hugsað okkur að neitt vari nema það sé óumbreytanlegt. Og þess vegna er það, að enda þótt við aðhyllumst þá trú, að maðurinn eigi ódauðlega sál, þá getum við ekki hugsað okkur sálina nema efniskennda að einhverju leyti. Og það er þess vegna að við tökum svo til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.