Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 19

Morgunn - 01.12.1975, Page 19
ERINDI 121 örlaga. Og mikið af óróleika nútímans er fálm eftir æðri mark- miðum, grunur um að fleira sé til en þessi efnisheimur, að nám og næði séu verðlaun, sem æðri eru markmiðum hvers- dagslífsins. Margskonar áreynsla manna og kapphlaup um ytra fánýti eru mistök, sem brjóta niður siðferðisþrek þeirra og lama lifsþróttinn. Og lítum vér skynsamlegum augum á þann stórbrotna þátt alverunnar, sem er lífið sjálft, þá virðist það að sönnu óeðli- legt, ef það er einasta bundið þessari einu, ófullkomnu veröld. Hebreska trúarskáldið, sem mér er svo títt að vitna til, fer þessum orðum um altækan kærleika Guðs: „Hvert get ég farið frá anda þinum, og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans, og settist við hið izta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og liægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segði: „Myrlcrið hylji mig, og ljósið í kring um mig verði nótt, þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, því að myrk- ur og ljós eru jöfn fyrir þér.“ I þessum orðum ómar strengur trúar og fullvissu um eilífa handleiðslu Guðs á hörnum sínum, sem nær út yfir gröf og dauða. Hún er ekki einasta bundin við jarðneska tilvist mannsins, heldur einnig eilífa lífið, í hendi Guðs. Engin öld rennur svo, að spurningin um lífið knýi ekki dyra hjá öllum þorra hugsandi manna. Og við henni gefur Kristur oss þetta svar, sem heimurinn þekkir svo vel. „Ég er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Þessi orð eru flutt yfir moldum þeirra, sem af jarðneskum heimi fara, og eru sannkallaður siguróður lífsins. Páskasólin og páskaboðskapurinn skín í gegnum þau og varpar geislum vona, fullvissu og trúar inn á jarðneskt til- 8

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.