Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 64

Morgunn - 01.12.1975, Side 64
166 MORGUNN keppandi eftir unaði og völdum hafi þeir afvegaleitt dóm- greind sína. Hinn blessaði leggur áherzlu á að Vedurnar fjalli um eiginleikana þrjá og brýnir það fyrir Arjuna að vera yfir þá hafinn; að hugsa aðeins um athafnir sínar en vera árangri þeirra óháður, og að láta stjórnast af sannri dómgreind, því sá sem sé gæddur sannri dómgreind hafi lagt frá sér öll verk hér i lífi, bæði góð og ill. Vitringurinn, sem þannig er ástatt um, hafi afsalað sér ávöxtum athafnanna og sé laus úr hring- rás endurfæðinganna. — Þegar nú Arjuna spyr um það hvernig sá maður sé er hafi öðlast óreikula dómgreind, svarar Hinn Blessaði honum þannig í aðaldráttum: Þegar maðurinn hefir hafnað öllum girndum hjartans er hann talinn hafa óreikula dómgreind; þá er hann laus við ástríður, ótta og reiði og hvorjd gleðjist né hryggist, hvort sem að hönduui ber geðfelt eða ógeðfelt. — Hann hefir taumhald á skynjun- um sínum og lætur þær ekki hlaupa með sig í gönur. Og þegar hann hefir náð þessu marki skynjar hann hið Æðsta í djúpi sálar sinnar og ekkert getur framar ruglað hann, þar sem hann hefir þannig tamið og beislað sjálfan sig. Hann öðlast þannig hinn æðsta frið og ekkert fær glapið honum sýn framar. — Og Krishna brýnir fyrir Arjuna að stunda Yoga, þannig að honum megi takast að hafna öllum ástriðum, lifa grandvöru, óeigingjömu og ánægðu lífi og þannig öðlast Brahmastigið, því enginn sem hafi náð þvi fari nokkru sinni villur vegar, og nái að öðlast hinn eilífa friðinn, Nirvana, og öll þjáning sé honum horfin að fullu. Og þannig lýkur öðrum kafla kviðunnar, sem nefnist Sankhya-Yoga, eða öðru nafni Yoga þekkingar. Móísagnir líjsins, — ýmsar leiSir. Er ekki fjarri lagi að segja, að þessi kafli innihaldi megin- efni þeirra kenninga, sem ljóðin í heild sinni flytja hinum hrjáða manni allra alda, sem stendur agndofa gagnvart mót- sögnum og yfirþyrmandi vandamálum mannlegra samskipta, þannig að honum fallast hendur og hann neitar að taka frek-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.