Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 71

Morgunn - 01.12.1975, Page 71
BHAGAVAD GITA 173 sannleika“. Síðan skýrir Krishna fyrir Arjuna nánar hið tvö- falda guðdómseðli sitt. Hið óæðra eðli hans er náttúran sjálf, er nefnist Prakriti, en það er efnið i sínum margbreytilegu myndum. Hið æðra eðli hans er sköpunar- eða lífseðlið, sem viðheldur allri tilverunni. Alvitundin er kjarni allra hluta, andlegra og efnislegra, en sálir þær, sem blindaðar eru af eiginleikum efnisins, fá ekki skynjað hana; hún er hulin af hinni guðdómlegu blekkingu, Maya, sem er ofin úr eiginleik- anum og villir mönnum sýn, en hann endurtekur að þeir, sem elski hann, komi til hans, hins Eilífa, en hinir blindu, dómgreindarlausu og vitgrönnu þekki ekki hið eilífa guðdóms- eðli, þvi það opinberist ekki öllum og sé sveipað hans eigin Maya-Yoga. Hann þekki allar verur frá eilífð til eilifðar, en enginn þekki hann. Verurnar í þessum heimi lifi allar i hlindni, sökum blekkingar andstæðnanna tveggja, sem spretta af girnd og hatri, en þeir sem leiti athvarfs og lausnar hjá sér, hinum Innsta Veruleika, þeir muni þekkja sig á sinni andlátsstundu og vitund þeirra muni sameinast sér, hinu alls- staðar nálæga og altakandi, sem sé í öllum verum og allt í öllu. Og þannig lýkur kaflanum um Yoga dómgreindar og þekkingar. Frœðin um hiS eilífa guSdómséSli. í upphafi áttunda kafla, sem nefndur hefir verið, Fræðin Um Leiðina Til Hins Eilífa Brahma, eða Brahma-Yoga, spyr Arjuna, hvað sé hið eilífa Brahma, hvað alsálin,-Atman, sé og hvað sé sköpunareðli guðdómsins, — Karma, og hvernig sá, er öðlast hafi sjálfsstjórn, fái þekkt hið algjöra og samein- ast því á andlátsstundinni. — Og Hinn Blessaði svarar hon- um með nánari útlistun og skýringum um hið eilífa Brahma, sálina og eðli Karma, sem eru eittíhvað á þessa leið: Brahma er hið æðsta og ótortímanlega, sem er óbreytanlegt og eitt í sjálfu sér. Er það birtist i einstaklingnum þekkist það sem andi mannsins, en Karma er mátturinn, sem liggur til grund- vallar allri sköpun, og sem lífverurnar fá lífsorku sina frá. -— Þá segir liann ennfremur, að á þvi leiki enginn vafi, að sá

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.