Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Síða 71

Morgunn - 01.12.1975, Síða 71
BHAGAVAD GITA 173 sannleika“. Síðan skýrir Krishna fyrir Arjuna nánar hið tvö- falda guðdómseðli sitt. Hið óæðra eðli hans er náttúran sjálf, er nefnist Prakriti, en það er efnið i sínum margbreytilegu myndum. Hið æðra eðli hans er sköpunar- eða lífseðlið, sem viðheldur allri tilverunni. Alvitundin er kjarni allra hluta, andlegra og efnislegra, en sálir þær, sem blindaðar eru af eiginleikum efnisins, fá ekki skynjað hana; hún er hulin af hinni guðdómlegu blekkingu, Maya, sem er ofin úr eiginleik- anum og villir mönnum sýn, en hann endurtekur að þeir, sem elski hann, komi til hans, hins Eilífa, en hinir blindu, dómgreindarlausu og vitgrönnu þekki ekki hið eilífa guðdóms- eðli, þvi það opinberist ekki öllum og sé sveipað hans eigin Maya-Yoga. Hann þekki allar verur frá eilífð til eilifðar, en enginn þekki hann. Verurnar í þessum heimi lifi allar i hlindni, sökum blekkingar andstæðnanna tveggja, sem spretta af girnd og hatri, en þeir sem leiti athvarfs og lausnar hjá sér, hinum Innsta Veruleika, þeir muni þekkja sig á sinni andlátsstundu og vitund þeirra muni sameinast sér, hinu alls- staðar nálæga og altakandi, sem sé í öllum verum og allt í öllu. Og þannig lýkur kaflanum um Yoga dómgreindar og þekkingar. Frœðin um hiS eilífa guSdómséSli. í upphafi áttunda kafla, sem nefndur hefir verið, Fræðin Um Leiðina Til Hins Eilífa Brahma, eða Brahma-Yoga, spyr Arjuna, hvað sé hið eilífa Brahma, hvað alsálin,-Atman, sé og hvað sé sköpunareðli guðdómsins, — Karma, og hvernig sá, er öðlast hafi sjálfsstjórn, fái þekkt hið algjöra og samein- ast því á andlátsstundinni. — Og Hinn Blessaði svarar hon- um með nánari útlistun og skýringum um hið eilífa Brahma, sálina og eðli Karma, sem eru eittíhvað á þessa leið: Brahma er hið æðsta og ótortímanlega, sem er óbreytanlegt og eitt í sjálfu sér. Er það birtist i einstaklingnum þekkist það sem andi mannsins, en Karma er mátturinn, sem liggur til grund- vallar allri sköpun, og sem lífverurnar fá lífsorku sina frá. -— Þá segir liann ennfremur, að á þvi leiki enginn vafi, að sá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.