Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 7
▼ LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA
Upplýsingar um starfsemi á árinu 2003
EIGNIR 123,7 MILLJARÐAR
Eignir sjóðsins námu 123,7 milljörðum I árslok og
hækkuðu um 21,7 milljarða á árinu eða um rúm
21 %. Á árinu 2003 greiddu 42.005 sjóðfélagar til
sjóðsins. Iðgjaldagreiðslur námu 8.248 mkr. og er
það aukning um tæp 12%. Þá greiddu 6.257
fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna.
ÁVÖXTUN 15,2%
Ávöxtun á árinu 2003 var 15,2% sem samsvarar
12,1% raunávöxtun samanboríð við -2,7%
raunávöxtun á árinu 2002. Meðalraunávöxtun
síðustu 5 árin er 4,1% og meðalraunávöxtun
slðustu 10 ára er 5,9%. Ávöxtunin er nú sveiflu-
kenndari samfara hækkandi hlutfalli innlendra og
erlendra hlutabréfa í verðbréfasafninu. Til lengri
tíma litið mun hærra hlutfall hlutabréfa skila
sjóðnum betri raunávöxtun en ef eingöngu hefði
verið fjárfest í skuldabréfum.
Ávöxtun skiptist þannig eftir verðbréfaflokkum:
Innlend hlutabréf: Raunávöxtun í fyrra var 47,1 %
og nafnávöxtun 51,1%. Árleg raunávöxtun inn-
lendu hlutabréfaeignarinnar er 14,2% yfir tímabilið
1980 til ársloka 2003.
Erlend hlutabréf: Ávöxtun I dollurum var 30,3%
á árinu 2003. Á móti styrktist Islenska krónan á
árinu gagnvart erlendum gjaldmiðlum um 1,2%.
Skuldabréf: Raunávöxtun var 6,7% á liðnu ári
samanborið við 5,9% á árinu 2002.
TRYGGINGAFRÆÐILEG STAÐA
Tryggingafræðileg úttekt sem miðast við árslok 2003
sýnir að skuldbindingar nema 6,8% umfram eignir.
Eignir umf ram áfallnar skuldbindingar nema 15,2%.
VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI
Ráðstöfunarfé á árinu 2003 var 29.735 mkr. og
nemur aukningin 48% frá fyrra ári. Innlend hluta-
bréfakaup námu 4.850 mkr. og sala hlutabréfa
7.801 mkr. Kaup á skuldabréfum námu 14.413
mkr. og sala skuldabréfa 4.792 mkr. Erlend
verðbréfakaup námu 8.799 mkr.
SÉREIGNARDEILD - 80% vöxtur
Séreignardeildin hefur starfað í 5 ár. Iðgjöld námu
658 mkr. samanborið við 465 mkr. árið 2002 sem
er aukning um 42%. Eignir sjóðfélaga séreignar-
deildar námu 1.922 mkr. sem er hækkun um 80%
frá fyrra ári og í árslok áttu 25.499 einstaklingar
inneignir. Ávöxtun á árinu 2003 var 15,2% sem
samsvarar 12,1 % raunávöxtun.
/SJjILJJ Si-JiJ ZsJZS JJJ'JUJ-íjí i S-\ xJsÍJíJJjJ: jÍ-sJ'JJjJ J DL'JA
(milljónum króna 2003 2002 í milljónum króna 2003 2002 2003 2002
Innlend skuldabréf 55.575 52.479 Iðgjöld 8.248 7.383 Raunávöxtun 12,1% -2,7%
Sjóöfélagalán 19.655 17.674 Lffeyrir -2.351 -2.095 Hrein raunávöxtun 12,0% -2,8%
Innlend hlutabréf 16.009 13.202 Fjárfestingartekjur 16.023 -640 Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 4,1% 3.2%
Erlend hlutabréf 27.960 16.241 Fjárfestingargjöld -132 -121 Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 5,9% 5,4%
Verðbréf samtals 119.199 99.596 Rekstrarkostnaöur -135 -123 Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 1,16% 1,18%
Bankainnistæður 2.914 1.337 Aðrar tekjur 47 41 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,08% 0,08%
Eignarhluti í Húsi verslunarinnar 305 232 Hækkun á hreinni eign á árinu 21.700 4.445 Lífeyrir í % af iögjöldum 30,8% 30,1%
Rekstrarfjármunir og aörar eignir 73 73 Hrein eign frá fyrra ári 101.957 97.512
Skammtímakröfur 1.433 939 Hrein eign til greiðslu lífeyris 123.657 101.957 Llfeyrisþegar 6.165 5.640
Skammtímaskuldir -267 -220 6.257 5.936
Hrein eign sameignardeild 121.735 100.888 Stöðugildi 26,5 26,5
Hrein eign séreignardeild 1.922 1.069
Samtals hrein eign 123.657 101.957
la 'JÉmastspASiéuS
LIFEYRISRETTINDI
Sjóðurinn skiptist I sameignar- og séreignardeild.
Sameignardeildin greiðir ellillfeyri, örorku-, maka-
og barnallfeyri. Greiðsla í séreignardeild sjóðsins
veitir góða viðbót við þau réttindi sem sameignar-
deildin veitir.
LÍFEYRISGREIÐSLUR
Á árinu 2003 nutu 6.585 lífeyrisþegar llfeyris-
greiðslna að fjárhæð 2.351 milljónir samanborið
við 2.095 milljónir árið áður, en það er hækkun
um 12%. Lífeyrisgreiðslurnar eru verðtryggðar og
taka mánaðarlega breytingum vísitölu neysluverðs.
Elli-, örorku- og makalífeyrisgreiðslur eru I réttu
hlutfalli við iðgjöld til sjóðsins, þ.e. hærri iðgjöld
gefa hærri llfeyri.
LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA
Húsi verslunarinnar, 4. og 5. hæð
Sími 580-4000, myndsendir 580-4099
Afgreiðslutími er frá kl. 8:30 -16:30
mmsmmmmm
Netfang: skrifstofa@live.is