Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 10
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti
Aðalheiði Héðinsdóttur viðurkenningu FKA.
Myndir: Geir Ólafsson
Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri hjá íslands-
banka, afhenti Freydísi Jónsdóttur fatahönnuði hvatningar-
viðurkenninguna.
Aðalheiður hlaut uiðurkenningu FKA
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri og
einn af eigendum Kaffitárs, fékk við-
urkenningu Félags kvenna í atvinnu-
rekstri, FKA, árið 2003 og var viðurkenn-
ingin afhent af frú Valgerði Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Nasa í lok
janúar. Tvenns konar viðurkenningar aðrar
voru afhentar. Hvatningarviðurkenninguna
hlaut Freydís Jónsdóttir fatahönnuður sem
framleiðir sundfatnað og flísfatnað fyrir kon-
ur og börn og selur í galleríi sínu í Reykjavík.
Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka, afhenti
hana. Loks fékk frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, þakk-
arviðurkenninguna en hún hefur verið ötul við að kynna land og þjóð um all-
an heim. Lófatakið glumdi um salinn þegar valið var kynnt. S3
Lófatakiö glumdi um salinn þegar tilkynnt
var að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti íslands, hlyti þakkarviður-
kenningu FKA.
Annir hjá Róbert í Pharmaco
Pharmaco fékk Islensku þekkingarverðlaunin sem FVH, Félag við-
skiptafræðinga og hagfræðinga, deilir út og Róbert Wessmann, for-
stjóri Pharmaco, er viðskiptafræðingur ársins. Það var Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem afhentí verðlaunin. Önnur fyrir-
tæki sem tílnefnd voru: KB banki, Baugur Group og Medcare Flaga. [B
Róbert Wessmann, forstjóri Pharmaco,
átti annasaman dag þegar íslensku
þekkingarverðlaunin voru afhent því
að ekki aðeins fékk Pharmaco verð-
launin heldur var hann sjálfur líka út-
nefndur viðskiptafræðingur ársins.
Myndir: Geir Ólafsson.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, Svali Björgvinsson, starfsmanna-
stjóri KB banka, Róbert Wessmann, forstjóri
Pharmaco, Svanbjörn Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri Medcare-Flögu, og Jón Schev-
ing Thorsteinsson, framkvæmdastjóri er-
lendra fjárfestinga hjá Baugi Group.
„Elegant“ hádegisverður
Fundir, móttökur
og veisluþjónusta.
Sími: 551 0100
Fax: 551 0035
Jómfrúin
v smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4
Jakob Jakobsson sm0rrebr0dsjomfru
ATH!
Leigjum út salinn fvrir fundi og
einkasamkvæmi eftir kl. 18.00.
10