Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 35

Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 35
kaupin á Flugleiðum að vakti töluverða athygli á dögunum þegar Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf. keypti 38,48% hlut í Flugleiðum. Þetta eignarhalds- félag er í eigu Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. sem aftur er í eigu Straumborgar, eignarhalds- félags Jóns Helga Guðmxmdssonar, sem kenndin- er við Byko, og Hannesar Þórs Smárasonar, aðstoðarforstjóra Islenskrar erfðagreiningar og tengdasonar Jóns Helga. Með þessum kaupum hafði Hannes stimplað sig rækilega inn í íslenskt viðskiptalíf. Nafn hans mun væntanlega heyrast æ oftar í fréttum á næstu misser- um og um leið munu flestir landsmanna kinka kunn- uglega kolli þegar þeir heyra minnst á Hannes. Kann að vera að þessi athygli falli ekki beint í kramið hjá hin- um 37 ára gamla athaihamanni, en hann mun frekar lítt gefinn fyrir athygli ljölmiðla. En leiðandi starf í einu þekktasta og um skeið umdeildasta fyrirtæki landsins, íslenskri erfðagreiningu, stigvaxandi umsvif í íslensku viðskiptalifi í félagi við tengdaföður sinn og aðild að nærri helmingseign í Flugleiðum og væntan- leg stjórnarformennska þar á bæ felur í sér, eðli máls samkvæmt, að Hannes kemst í fréttirnar. En hver er hann, þessi Hannes? Strax Utan til náms Hannes varð stúdent úr Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1987, hlaut ágætiseinkunn eða yfir 9. Hann var ekki að velta mikið vöngum yfir framtíðaráformum eins og títt er með ungt fólk á þess- um tímamótum. Hann hafði ákveðið sig og hélt vestur um haf þar sem beið hans nám í verkfræði og viðskipta- fræði við hinn heimsþekkta MIT-háskóla í Massachu- setts í Bandaríkjunum. Námið gekk vel enda er Hann- esi lýst sem bráðgreindum manni sem vill að auki að hlutirnir gangi hratt og greiðlega fyrir sig. Eftir að hafa lokið prófi í verkfræði og MBA-námi í viðskiptum 1992 hóf hann störf sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu McKinsey & Co. í Boston. Þar starfaði hann í fjögur ár eða þar til hann ákvað að halda heim og taka spennandi starfstil- boði hjá íslenskri erfðagreiningu. Hannes hefur því starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, fyrst sem fjármála- stjóri og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs og síðan sem aðstoðarforstjóri, eða frá því í mars 1999. Ávallt á tánum Viðmælendum Fijálsrar verslunar ber saman um að Hannes sé bráðgáfaður og snar í snúningum þannig að samverkamenn hans mega stundum hafa sig alla við ætli þeir að fylgjast með. Haft er eftir Páli Magnússyni í Fréttablaðinu að hann sé „skemmtilegur og klár strákur, dálítið kvikur og ör, lifir hratt“. Því var bætt við að stundum vissu hvorki samverkamenn hans né hann sjálfur hvort hann væri að koma eða fara. Þeir sem Fijáls verslun ræddi við og þekkja til Hannesar samþykkja flestir þessa lýsingu. Iðunn Jóns- dóttir, mágkona Hannesar, sagði engan velkjast í vafa um hæfileika Hannesar í viðsldptum: „Hann er mjög áræðinn og mikill keppnismaður. Hann verður þó ekki kenndur við fífldirfsku því allar ákvarðanir hans eru vel ígrundaðar. En Hannes er alltaf á tánum og ávaflt við- búinn. Það er eitthvað sem íslenska handboltalands- liðið hefði mátt tileinka sér á EM í Slóveníu." íþrÓHamaður Tilvísun í íþróttir er fráleitt ijar- stæðukennd því Hannes er mikill áhugamaður um íþróttir. Hann æfði fótbolta með Fram þegar hann var yngri og hefði, að sögn kunnugra, hæglega komist í lið í meistaraflokki. En hann fór vestur til náms áður en af því varð. Hannes mun þó enn þera sterkar taugar til síns gamla félags. Hannes fékk þó útrás í fótboltanum vestra, spilaði með skólaliði MIT í fótbolta og skoraði þar ófá mörkin. Þá hittust íslendingar í Boston gjarnan á laugardögum og spiluðu stundum fótbolta. I þeim hópi voru menn eins og Hreggviður Jónsson, forstjóri PharmaNor. Þeir Hannes kynntust vel ytra og er vel til vina afla tíð síðan. í hópi íslendinga í Boston á þessum tíma var einnig að finna Steingrím Pál Kárason sem í dag sér um áhættustýringu og útlánaeftirlit hjá KB- banka. Hannes er hlaupagikkur, hefur tekið þátt í tjölda hlaupa hérlendis og erlendis. Hann er einnig iðinn í lík- amsrækt og spilar stundum tennis með Steinunni, kon- unni sinni, en hún hampaði einu sinni sigri í hálfmara- þoni í Reykjavík. Og hann hefur gaman af þeirri ögrun sem felst í nýjum íþróttagreinum, jafnvel jaðaríþrótt- um. „Hann er svolítill adrenalínfíkill, vill fá kikk út úr því sem hann fæst við hveiju sinni.“ Það þarf engan að undra þó Hannes fái ekki mikinn tíma til tómstunda en hann fer þó í stöku veiðitúr og les reiðinnar býsn. Á ferð 09 flugi Hannes er fæddur 25. nóvember 1967. Hann er sonur hjónanna Smára Sigurðssonar rekstrar- tæknifræðings og Nönnu Sigurðardóttur. Faðir hans starfar sem ijármála- og gæðastjóri hjá Iðntækni- 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.