Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 48
SALAN Á BRIMI
HUflÐ ER BP SKIP?
BP Skip, eða BP Shipping Agency, er nán-
ast óþekkt fyrirtæki í íslensku atvinnulífi.
Það sér um skipasölu erlendis og lætur
smíða skip, m.a. eru á þeirra vegum öll
(slensku skipin sem hafa verið smíðuð í
Chile upp á síðkastið. BP Skip er í eigu
Björgvins og konu hans, Guðrúnar Jakob-
sen. Björgvin er fv. útgerðarmaður, vél-
stjóri og skipstjóri úr Vestmannaeyjum.
Fyrirtækið er 14 ára gamalt og hefur 4-5
starfsmenn.
HUflÐ ER BJARNAR?
Steingrímur Erlingsson útgerðarstjóri og
Finnur Harðarson framkvæmdastjóri eiga
meirihluta (55%) í útgerðarfyrirtækinu
Bjarnari á Seltjarnarnesi á móti græn-
lenska fyrirtækinu Royal Greenland. Félag-
ið er eins árs gamalt og gerir út togarann
Salles á rækju á Flæmska hattinum.
Áhöfnin er eistnesk og segir Steingrímur
að fyrirtækið gangi vel þrátt fyrir erfiðleika
í rækjunni.
SUNDRAÐ OG SELT?
Sverrir Hermannsson, fv. alþingismaður
og bankastjóri Landsbankans, skrifaði
harðorða grein í Morgunblaðið í lok janúar
þar sem hann taldi að með sölunni á fyrir-
tækjunum þremur væru stigin einhver
stærstu skrefin í átt til einokunar á auðlind
þjóðarinnar. Hann taldi víst að ÚA yrði
sundrað og selt og sama biði Skagstrend-
ings. Hann varaði við því að leggja trúnað
á „innihaldslausan kjaftavaðal dauð-
hræddra manna við afleiðingar verka
sinna," eins og hann orðaði það.
Fjárfestingafélagið Kaldbakur hefur keypt
breska útgerðarfélagið Boyd Line með það
fyrir augum að selja það áfram til Parlevli-
et Van der Plas B.V. í Hollandi og Qnward
Fishing Company í Skotlandi, sem bæði
eru í eigu Samherja. Kaupverð var tæpir
1,7 milljarðar króna. Greitt var fyrir hlut-
inn með hlutabréfum í íslandsbanka.
Flutningastarfsemin
Tveir takast á!
Tlveir hópar fjárfesta hafa tekist á um að kaupa flutningastarfsemi Eimskips.
Annars vegar er um að ræða Kristin Geirsson, framkvæmdastjóra íslenska sjón-
varpsfélagsins, bræðurna Sigurð og Jón Pálmasyni, Þorstein Vilhelmsson
athafnamann og Margeir Pétursson, sljórnarformann MP Verðbréfa, og þeirra félög.
Þessir menn hafa hug á því að kaupa flutningastarfsemina eins og hún leggur sig, taka
félagið af markaði og hagræða í rekstrinum.
Hins vegar er um að ræða Erlend Hjaltason, framkvæmdastjóra Eimskipafélags-
ins, föður hans, Hjalta Geir Kristjánsson, Þórð Magnússon, sljórnarformann Eyris,
flárfestingafélags, og stjórnarmann í Eimskipafélaginu, Hannes Smárason, aðstoðar-
forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, og eignarhaldsfélag Nóatúns-Jjölskyldunnar sem
svo hefur verið kölluð, þ.e. Saxhóll. Inni í þessum hópi eru jafnframt helstu
sljórnendur Eimskipafélagsins. Þessi hópur hefur verið að auka hlut sinn og á nærri
10 prósent í Eimskipafélaginu. Hann vill halda félaginu sem almenningshlutafélagi og
vinna að vexti félagsins innanlands og útrás erlendis. Þessi stelha er meira í ætt við
það sem Magnús Gunnarsson hefur lýst yfir áhuga á.
Talið er að lögð verði fram tillaga um að hluthafar í Eimskipafélaginu fái hlutabréf
í Burðarási og Eimskipafélaginu eftir aðalfúndinn 19. mars þegar fyrirtækinu verður
skipt í tvö félag hvort með sína stjórnina. Ahugasamir verði síðan að kaupa bréf í
félögunum á markaði. Sli
Gengið hækhaði í 9.0
Gengi hlutabréfa í Eimskipa-
félagi íslands hækkaði um
23,2 prósent í janúar, náði
hæst 9.0 í lok mánaðarins efdr
söluna á sjávarútvegsfyrirtækj-
unum þremur. Innheijar, t.d. Sam-
son Global Holdings, og Þórður
Magnússon, eigandi Eyris, Jjárlest-
ingafélags, keyptu töluvert magn
af hlutabréfum í félaginu Jyrst eftir
söluna og voru þau kaup gagnrýnd
af greiningardeildum KB banka og
Islandsbanka. Engar sérstakar
reglur gilda um viðskipti innheija
hjá Eimskip og fékk sJjórn félags-
ins lögfræðiálit til staðfestingar á Sjávarútvegsfyrirtækjum hefur fækkað veru-
því en Jyrirhugað er að bætaþar úr. lega í Kauphöllinni.
Kauphöll Islands gerði ekki athugasemd við kaupin þar sem talið var að upplýsinga-
gjöf hefði verið fullnægjandi.
SjávarútvegsJýrirtækjum hefur fækkað verulega í Kauphöllinni og má jafnvel
búast við að þeim fækki enn frekar. Með breytingunum undanfarnar vikur og
mánuði, þar sem Jyrirtæki hafa horfið af markaði og verið seld, hefur eignarhaldið
þjappast í færri hendur. Lítill áhugi er meðal fjárfesta á markaði á kaupum hluta-
bréfa í þessari undirstöðugrein. SH
48