Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 49
SALAN A BRIMI
KEA sleit viðskiptunum við bankann
Andri sagði upp reikningi númer 5
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri
sendi inn verðhugmynd í UA upp á
7-8,5 milljarða í tölvupósti og kynnti
aldrei tilboð sitt augliti til auglitis en Afl,
ijárfestingafélag Þorsteins Vilhelmssonar,
dró þátttöku sína til baka þegar Þorsteinn
sá verðmiðann á félaginu. KEA komst
ekki að samningsþorðinu. UA var selt
Rifsfeðgum á 9 milljarða þrátt fyrir megna
óánægju og gagnrýni Akureyringa.
Kristján Þór Júlíusson þæjarstjóri sagði
m.a. að sér þætti einkennilegt að banka-
stofnanir gengjust fyrir því að félög væru
hlutuð niður og seld þannig að atvinnu-
rekstur legðist í dvala.
Akureyringar höfðu slæma reynslu
þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
samdi við bæjaryfirvöld um að flytja þriðj-
ung af rekstri sínum norður, koma að rekstri starfandi fyrir-
tækja og gerast hluthafar í öðrum um miðjan tíunda áratug síð-
ustu aldar. SH opnaði söluskrifstofu á
Akureyri, kom inn í rekstur Akóplasts, sá
til þess að sælgætisverksmiðja væri flutt
norður og gerðist hluthafi í Kexsmiðjunni
auk þess að kosta eina prófessorsstöðu.
Fyrirtækið lofaði einnig að færa Akureyr-
ingum 80 störf. Ekki tókst að standa við
öll þessi loforð og starfsemin smám sam-
an lögð niður. Gagnrýni Akureyringa
kom því engum á óvart.
Stjórnendur KEA sýndu óánægju sína
með vinnubrögð Landsbankans í beinni
útsendingu þegar framkvæmdastjórinn
Andri Teitsson tók alla innstæðu fyrir-
tækisins, á þriðja hundrað milljóna
króna, af tékkareikningi númer 5 í
Landsbankanum og tilkynnti forráða-
mönnum útibúsins að KEA væri hætt
viðskiptum við bankann. KEA hafði verið f viðskiptum við bank-
ann frá 1886 þegar bæði fyrirtækin voru stofnuð. S3
www.flugfelag.is
Flugkortið er greiðslu-
og viðskiptakort
ætlað fyrirtækjum í viðskiptum við Flugfélag íslands
Allt að 30% afsláttur til Flugkortshafa
Með Flugkortinu má greiða flugfarseðla með Flugfélagi íslands,
bílaleigubíl, hótelgistingu og ýmsa aðra þjónustu hjá völdum
fyrirtækjum i samstarfi við Flugkortið.
Notkun kortsins hefur einnig í för með sér ýmsa sérþjónustu og
friðindi ásamt því hagræði sem fylgir sundurliðuðu reiknings-
yfirliti sem Flugkortshafa er sent mánaðarlega.
Upplýsingar hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags Islands
sími 570 3006. Netfang: flugkort@flugfelag.is
FLUGFÉLAG ISLANDS
Fyrirtækjaþjónusta
49