Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 57
fyrstu viðskiptalögfræðingarnir útskrifast frá Bifröst. Áður en
ákveðið var að bjóða upp á námið voru kannaðar þarfir
atvinnulifsins fyrir fólk með slíka menntun. „Það var samdóma
álit þeirra sem við leituðum til að atvinnulífið hefði þörf fyrir
fólk með þessa menntun,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, for-
seti lögfræðideildar. Hún segir að leitað hafi verið m.a. til Dan-
merkur og Þýskalands að fyrirmynd að náminu. I þessum
löndum hefur viðskiptalögfræðingum verið gríðarlega vel tek-
ið af atvinnulífinu. „Við erum spennt að sjá hvernig íslenskt at-
vinnulff tekur okkar nemendum. Vissulega fara mörg þeirra
sem nú útskrifast með BS-gráðu beint í framhaldsnám á með-
an önnur fara út á vinnumarkaðinn," segir Ingibjörg.
Ingibjörg segir að viðskiptalögfræði sameini kosti tveggja
ólíkra sérfræðinga; lögfræðinga og viðskiptafræðinga. „Mark-
miðið er að mennta fólk með hagnýta þekkingu sem nýtist við-
skiptalífinu. Fæst verkefni í fyrirtækjum eru af hreinum lög-
fræðilegum eða viðskiptafræðilegum toga. Sérstaða námsins
felst fyrst og fremst í því að samþætta þessar tvær fræðigrein-
ar. Reynsla erlendis sýnir að viðskiptalögfræðingar vinna
gjarnan hjá ráðgjafafyrirtækjum, einkum á sviði rekstrar- og
skattamála, lögfræðifyrirtækjum og gármálafyrirtækjum. Þeir
ættu einnig að geta nýst vel hjá hinu opinbera, hvort heldur
sem er hjá ríki eða sveitarfélögum. Reynslan sýnir
ennfremur að eftirspurn eftir þessari
menntun hefur jafnan verið langt umfram
væntingar."
Hvað geta viðskiptalögfræðingar?
Danskir viðskiptalögfræðingar segja
gjarnan: „Vi kan noget andre ikke kan“ (við
getum ýmislegt sem aðrir geta ekki) og
vísa þar til þeirrar sérstöðu sem blandað nám 1
lögfræði og viðskiptafræði hefur. Námið er
sniðið að þörfum atvinnulífsins og markmið
þess er að veita hagnýtan og fræðilegan undir-
búning að fjölbreyttum sérfræðings- og stjórn-
unarstörfum.
Haldgóð þekking á samningarétti, vinnu-
rétti og kröfurétti eru dæmi um þá færni sem viðskiptalög-
fræðingar hafa að námi loknu. Með því að koma að samninga-
gerð við kröfuhafa, viðskiptavini eða starfsmenn á fyrstu
stigum máls geta þeir stuðlað að öruggari samningagerð sem
kemur í veg fyrir tímafrekar og kostnaðarsamar deilur á síðari
stigum. Viðskiptalögfræðingur hefur ennfremur undirstöðu-
þekkingu á lagalegum áhrifum ábyrgða og veðsetninga og
getur lagt mat á skuldbindingar fyrirtækis á því sviði.
Viðskiptalögfræðingi er einnig ætlað að vera í stakk búinn
til að taka þátt í ákvörðunum á sviði stefnumótunar og
markaðsmála þar sem hann hefur lokið grunnnámi í greinum
á sviði stjórnunar, stefnumótunar og markaðsmála.
Loks má nefna að viðskiptalögfræðingar geta, á grundvelli
þekkingar sinnar í skattarétti og skattskilum fyrirtækja, tekist
á við fjölbreytt verkefni á sviði skattamála. Þessi þekking ætti
að nýtast þeim vel í störfum innan flestra fyrirtækja en ekki
síst í störfum hjá fyrirtækjum sem veita ráðgjöf á þessu sviði
og innan stofnana skattkerfisins.
„Skólinn er sjálfseignarstofnun með takmarkaðan fjölda
nemenda. Það veitir okkur aukinn sveigjanleika til að takast
á við breytingar í alþjóðlegu samfélagi," segir Hólmfríður
Sveinsdóttir, verkefnastjóri rannsókna og upplýsingamála.
Framtíðin
Sérstaða Bifrastar felst ekki síst í háskólaþorpinu sem orðið
hefur til í kringum skólann. Þar búa og starfa tæplega 600
manns og þar er allt til alls, s.s. verslun, bókabúð, kaffihús, bar,
líkamsræktaraðstaða, heitir pottar, gufa, þvottahús, leikskóli
og grunnskóli.
Uppbyggingin á Bifröst hefur verið ævintýri
líkust. I dag telur skólinn 355 nemendur og í
háskólaþorpinu búa um 550 manns.
Bifröst er lítill háskóli og það stendur ekki
til að breyta því. Hólmfríður segir að skólinn
hafi náð því marki sem sett var varðandi
fjölda nemenda í grunnháskólanáminu.
„Nú leggjum við áherslu á að byggja
upp meistaranámið og rannsóknir
hérna við skólann." Hver sá sem keyrir
um Norðurárdalinn kemst ekki hjá því
að taka eftir þeirri miklu uppbyggingu
á húsnæði sem orðið hefur á Bifröst.
Þar hafa bæði risið skólabyggingar sem
og nemenda- og starfsmannaíbúðir.
„Við erum nú að hefja byggingu á enn einu húsinu þar sem
verða mun rannsóknasetur og nemendagarðar. Við lítum á
það sem lokaáfanga í þessari hröðu uppbyggingu húsnæðis í
háskólaþorpinu.“ BH
VIÐSKIPTAHASKOLINN
BIFRÖST
311 Borgarnesi • sími 433 3000
bifrost@bifrost.is • uuuuuu.bifrost.is
KYNNING
57