Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 88
Sigurður
Lárusson
hefur um ára-
bil farið til
Flórída á
stærstu forn-
bílasýningu
heims.
h'.v.v.v.v.v
A bleiku skýi í Flórída
Ár hvert fer hópur fólks á fornbílasýningu í Flórída. Ekki
bara einhverja sýningu, heldur heimsins stærstu sýningu.
Eg endurlifl kikkið sem ég fann
fyrir í minni fyrstu ferð árið
1997 í hvert sinn sem ég fer
með nýjan hóp á Turkey Run
sýninguna," segir Sigurður
Lárusson, sem um árabil hefur
farið með sístækkandi hóp manna
og kvenna á stærstu fornbílasýn-
ingu í heimi. Sýningin sú er í
Flórída í nóvember og síðastliðið
haust fóru 80 manns með honum
en það er stærsti hópur til þessa.
„Fólk fer að panta ferð um leið
og það kemur heim,“ segir
Sigurður. „Ég fór fyrst árið 1997 og
þá með konu minni en um leið og
ég kom heim fór ég á fund Flug-
leiða og lét vita af þessari sýningu
og þeim tækifærum sem hún byði í
ferðamálum. Flugleiðir tóku mig á
orðinu og bjuggu til pakka sem ég
hef svo kynnt fyrir vinum og kunn-
ingjum og smám saman hefur þetta
undið upp á sig.“
glansar og hafa þá gjarnan krómað
hvern einasta hlut. Allir eru bílarnir
notaðir af eigendum sem koma akandi
á þeim og algengt er að sjá tvo stóla við
hlið bílanna þar sem hjónin, eig-
endurnir, sitja og fræða gesti og gang-
andi um djásnið. Hvar hann var
smíðaður, hvaða breytingar hafa átt sér
stað, hvernig hefur verið hugsað um
hann og þar fram eftir götunum. Þetta
er alveg ótrúleg upplifun."
SPEGILL I HUDDINU Sigurður
segir ævintýri að koma á sýn-
inguna. Bílarnir, sem margir
hverjir eru mjög gamlir, eru í
fyrsta flokks ástandi og meira að
segja innvolsið í vélunum tandurhreint og glansandi. „Sumir
hafa spegil í húddinu til að geta sýnt enn betur hversu vel allt
FRÆGIR ÍSLENDINGAR Á jafnstóra
sýningu og Turkey Run kemur ijöldi
fólks en hinn stóri hópur íslendinga
hefur vakið athygli. Svo mikla raunar að
þeirra er getið á forsíðu vefsíðu
sýningarinnar, www.turkeyrun.com.
„Með mér kemur oft fólk sem kann litla
sem enga ensku og hefur áhyggjur af
því að villast. Ég leysti það með því að fá
Frumherja til að gefa húfúr sem eru
merktar sýningunni og segi svo öllum
að fylgja bara húfunum í gegnum
flugstöðvar og þannig verður stressið
minna. Á flugvellinum bíður eftir okkur
rúta sem ekur okkur á hótelið."
Sigurður segir ekkert kynslóðabil
vera á sýningunni og engan verða út
undan. .Áhugamálið eru bílar og þó
einn hafi áhuga á Ford og annar á einhveiju öðru, skiptir það
engu máli því nóg er að sjá fyrir alla.“ 33
88