Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 90
FUIMDIR OG RAÐSTEFIMUR
Sveinn Sveinsson,
veitingastjóri Bláa
Lónsins.
Bláa lónið - Heilsulind
og Eídborg í Suartsengi
Ósnortið náttúrulegt umhverfi, fallegir fundasalir sem búnir eru sér-
hönnuðum, hágæða fundahúsgögnum, og persónuleg þjónusta gerir fundi
í Bláa lóninu - heilsulind og Eldborg í Svartsengi að aðlaðandi kosti.
Fallegt útsýni er úr fundarsal Bláa lónsins - heilsulindar.
Sveinn Sveinsson, veitingastjóri Bláa Lónsins hf., segir
fundarsal Bláa lónsins - heilsulindar rúma allt að 100
fundargesti. „Úr salnum er fallegt útsýni yfir lónið og stór-
brotið hraunið sem setur svip sinn á Reykjanesið. Fundargestir
kunna vel að meta það að geta fundað í fallegu náttúrulegu
umhverfi, vera lausir við daglegt amstur en vera samt sem áður
í þægilegri akstursljarlægð frá höfuðborgarsvæðinu."
I Eldborg, kynningar- og móttökuhúsnæði Hitaveitu Suður-
nesja í Svartsengi, eru þrír ráðstefnusalir sem hægt er að gera
að einum sal auk 14 manna fundarherbergis. Salirnir bjóða
upp á fullkominn búnað til funda- og ráðstefiiuhalds fyrir allt
að 300 manns. „í Eldborg er einnig góð veitingaaðstaða og
gestum okkar finnst frábært að fara í stuttar og langar ferðir
út frá fundarstað, bæði til að brjóta upp fundi og sem
afþreyingu. Heimsókn í Gjána í Eldborg, þar sem gestir
kynnast jarðfræði á lifandi og skemmtilegan hátt, er tilvalinn
kostur í fundarhléum."
SKOÐUIMARFERÐIR VINSÆLAR Dulúðug náttúran umhverfis
Bláa lónið gerir að verkum að göngu- og skoðunarferðir eru
vinsælar og segir Sveinn minnsta mál að fara með veitingar út
í hraunið ef gestir óska þess.
Að fundi loknum er fátt betra en að slaka á í heilsulindinni
og upplifa spa- eða nuddmeðferðir allt frá 10 mínútum upp í
lengri meðferðir sem fara fram niðri í Bláa lóninu undir berum
himni. „Það er vinsælt að fara í lónið eftir fundina og slaka á og
upplifa okkar geysivinsælu spa- og nuddmeðferðir. Eftir
slökun og nudd er kjörið að ljúka kvöldinu með góðum kvöld-
verði í veitingasalnum og jafnvel einhverjum skemmtiatriðum
eða dansleik. Við kappkostum að taka persónulega á móti
gestum okkar og sjá til þess að óskir þeirra séu uppfylltar.
Hver ráðstefna eða fundur er einstakur viðburður og þeir sem
sækja ráðstefnur eru einstaklingar með sérstakar óskir hver
um sig,“ segir Sveinn að lokum. 33
í Eldborg er fullbúið stjórnarherbergi.
Fundargestir slaka á eftir góðan fund.
Salirnir í Eldborg henta fundum fyrir 10-
300 gesti.