Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 94

Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 94
Verðmætin eru flutt í sérstökum töskum sem búnar eru lita- sprengjum sem springa, verði reynt að opna þær. Litarefnið er það sterkt að allt sem í töskunni er litast og fyrir vikið verða peningaseðlar algerlega ónýtir. Það þýðir hins vegar ekki að viðskiptavinir okkar verði iýrir tjóni, því Seðlabankinn skiptir ónýtum peningaseðlum út fyrir nýja,“ segir Reynir. Reynir S. Olafsson, framkvæmdastjóri öryggisgæslu. Öryggismiðstöð íslands: Uerðmæti flutt á öruggan hátt Öryggismiðstöð íslands er framsækið fyrirtæki og leiðandi á sviði öryggismála og öryggisgæslu. f Iýverið hóf Öryggismiðstöð íslands að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á verðmætaflutninga vegna þess að í fæstum tilvikum búa fyrirtæki, stofnanir og verslanir yfir nægilega traustum búnaði til að tryggja öryggi verðmæt- anna og starfsmannanna sem flytja þau. Reynir S. Ólafsson er framkvæmdastjóri öryggisgæslu Öryggismiðstöðvarinnar. Hann segir verðmætaflutningana að mestu tilkomna vegna óska viðskiptavina Öryggismiðstöðvar- innar sem margir hveijir óttast að ráðist verði á starfsmennina sem til þessa hafa flutt verðmæti, en oft er um að ræða starfs- menn fyrirtækja sem hvorki hafa reynslu né þjálfun í meðferð verðmæta. „Því miður hefur samfélagið breyst mikið á síðustu misserum. Ofbeldisglæpum hefur tjölgað og fyrir vikið eru menn orðnir varari um sig og því er full þörf á þessari þjónustu." í STARFSÞJÁLFUN ERLENDIS Öryggisverðir Öryggismið- stöðvarinnar hafa gengið í gegnum sérstaka þjálfun vegna verðmætaflutninganna. „Þetta er það sérhæfð öryggisgæsla að við sendum hóp öryggisvarða í starfsþjálfun erlendis hjá reyndum verðmætaflutningamönnum til þess að geta þjónað viðskiptavinum okkar sem best. Þessir starfsmenn eru útbúnir á sérstakan hátt og eru þjálfaðir til þess að bregðast fumlaust og rétt við, verði þá ráðist. SÉRSTAKUR BÍLL Aðspurður neitar Reynir því að öryggisverðirnir séu vopnaðir. „En þeir eru vel varðir og kunna að bregðast rétt við. Verð- mætin eru flutt í sérútbúnum bíl sem við höfum fest kaup á. Sams konar bíll er notaður við verðmætaflutninga víða erlendis og hann hefur staðist öll próf og það er nánast ómögulegt að bijótast inn í hann. Að utan lítur bíllinn út eins og hver annar bíll og hann verður ekki merktur sérstak- lega, enda er það stór öryggisþáttur að auglýsa ekki að um verðmæta- flutninga sé að ræða. Það sama á við um öryggisverðina sem sinna verð- mætaflutningunum, við vinnu sína eru þeir í engu frábrugðnir öðrum öryggisvörðum.“ Reynir segir að þegar hafi stórfyrirtæki nýtt sér þessa þjónustu og Öryggismiðstöðin er með fasta samninga um verðmætaflutninga við nokkra viðskiptavini sína. „En þessi þjónusta nýtist ekki eingöngu stórum aðilum, nokkuð er um að minni aðilar, svo sem söluturnar og veitingahús, nýti þjónustuna, því að staðreyndin er sú að því minna sem er af verðmætum á staðnum, þeim mun minni líkur eru á inn- brotum og ránum.“ 100 STARFSMENN Starfsmenn Öryggismiðstöðvar íslands eru rúmlega 100. Fyrirtækið sérhæfir sig í öryggisgæslu í víð- asta skilningi þess orðs, bæði fyrir fyrirtæki og einkaheimili. Öryggiskerfi eru í öllum tilvikum beintengd stjórnstöð Öryggismiðstöðvar og eru öryggisverðir sendir á vettvang ef boð berast um hættuástand. Öryggiskerfin eru hvort tveggja í senn þjófavarnarkerfi og brunaboðar. Nýlega bauð Öryggis- miðstöðin fyrirtækjum upp á vörslu gagna á tölvutæku formi. En í því felst varsla á afritum mikilvægra tölvugagna. „Þótt fyrirtæki taki reglulega afrit af gögnum sínum þá getur verið ótryggt að geyma þau í fyrirtækinu sjálfu, því þau geta hæglega skemmst í eldsvoða eða verið numin á brott í inn- brotum," segir Reynir S. Ólafsson, framkvæmdastjóri öryggis- gæslu Öryggismiðstöðvar íslands. S!1 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.