Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 112
FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR
Hótel Holt:
Mið-
bærinn
hentar
vel
Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri og Sigmar Örn Ingólfsson, yfirþjónn á
Hótel Holti.
Þar sem áður var verslunin Síld og fiskur
við Bergstaðastræti og húsmæður
hverfisins komu gangandi rétt fyrir
hádegið og keyptu í matinn, stendur nú virðu-
legt hús, dökkt yfirlitum og hýsir gesti
hvaðanæva að úr heiminum. Það fer ekki mikið
iýrir Hótel Holti en þeir sem þeklqa það og vita
hvað það býður, vilja hvergi annars staðar vera. Þegar inn í
hótefið er komið, mætir manni hljóðlátur og hlýlegur virðuleiki.
Miðbær Reykjavíkur
hefur óneitanlega
ákveðinn sjarma og
þægilegt að halda þar
ráðstefnur og fundi.
hægt að taka á móti allt að 120 manns. „Salurinn
er mikið notaður af gestum hótelsins, sem
þurfa að halda fundi sem ekki komast með
góðu móti íýrir annars staðar á hótefinu, einnig
bjóðum við upp á alla þjónustu varðandi mat og
aðrar veitingar í Þingholti, nákvæmlega eins og
í aðalmatsalnum. Yfir veturinn er salurinn
meðal annars vinsæll iýrir árshátíðir fyrirtækja en í honum er
fullkominn fundarbúnaður auk tölvutenginga.“
í HÓPI ÞEIRRA BESTU Hótel Holt er hluti af franskri hótel-
keðju sem er ein virtasta hótelkeðja í heiminum, fyrir lítil hótel.
„Þegar talað er um lítil hótel, er átt við hótel sem eru með
5-100 herbergi,“ segir Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri
sem starfað hefur á hótelinu í 18 ár samfleytt og tók nýlega við
rekstrinum ásamt Sigmari Erni Ingólfssyni yfirþjóni.
„Til þess að vera gjaldgengt í þessa keðju þarf viðkomandi
hótel að uppfylla ströng skilyrði og vera a.m.k. 4 stjörnu
hótel,“ segir Eiríkur. „Hvert hótel fyrir sig hefur sinn persónu-
leika og mikið er lagt upp úr því að sá persónuleiki haldist.
Þeir eru íjölmargir gestirnir sem leita uppi hótel í þessari
keðju þegar þeir ferðast um heiminn, einfaldlega vegna þess
að þeir vita að hvaða gæðum þeir ganga og við njótum óneit-
anlega góðs af því. Hver gestur er beðinn um að skrifa athuga-
semdir sínar, bæði góðar og slæmar, um hótelið og senda til
höfuðstöðva keðjunnar sem fer yfir þær og sendir tvisvar á ári
til viðkomandi stjórnenda sem bregðast við eftir þörfum."
FRÁBÆR FUNDAAÐSTAÐA Staðsetning hótelsins, í miðbæ
Reykjavíkur, gerir að verkum að það hentar sérstaklega vel til
funda- og ráðstefnuhalds, ekki síður fyrir erlenda gesti sem
áhuga hafa á því að skoða sig um þegar ekki er um fasta dag-
skrá að ræða.
Hótelið hefur upp á að bjóða góðan ráðstefnu- og fundasal,
Þingholt, þar sem 40 manns geta með góðu móti setið við lang-
borð en 60, sé setið við minni borð. I standandi móttöku er
BREYTTIR TÍMAR Eiríkur segir nýja kynslóð viðskiptavina
koma með nýja siði. „Það er núna meira um að fólk í viðskipta-
lífinu haldi viðskiptafundi í hádeginu en áður var. Eldri kyn-
slóðin, fólk sem kannski var búið að koma upp börnum og
hafði kvöldin laus, notaði þau gjarnan til að fara með viðskipta-
vinum út að borða en þeir yngri vilja bara vera heima hjá sér
og tjölskyldunni á kvöldin. Til þess að mæta þeim þörfum
erum við með hádegismatseðil á góðu verði, frábæran mat og
auðvitað toppþjónustu með. Það hefur mælst vel iýrir hjá gest-
um okkar, enda leggjum við metnað okkar í að bjóða upp á
góðan mat, hvort sem það er í hádeginu eða á kvöldin."
Þegar stór hluti gesta er fólk úr viðskiptalitinu þarf að búa
hótefið í takt við kröfur þess. Fyrir tveimur árum var allt hótefið
netvætt og nýlega var afit hótelið búið þráðlausum sendi sem
einnig er hægt að tengjast í Þingholti og hvar sem er á hótelinu.
UÍN í ÚLLUM VERDFLDKKUM Vínlisti Holtsins er frægur,
enda á honum mörg frægustu vín veraldar. „Við eigum vín í
öllum verðflokkum,“ segir Sigmar. „Við leggjum metnað
okkar í að geta boðið gestum vín í öllum verðflokkum en þó
innan þeirra marka að það sé vandað og gott, í takt við hótelið.
Auðvitað vekur það athygli þegar gestur pantar vín sem kostar
á annað hundrað þúsund krónur en meirihluti vínsins er þó á
svipuðu verði og annars staðar og maturinn einnig. Það vill
stundum brenna við að fólk telji sjálfsagt að hér sé dýrara að
borða en á öðrum veitingahúsum en því fer fjarri.11®]
112