Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 118

Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 118
FUNDIR OG RAÐSTEFNUR 118 Framkvæmdastióri fyrirtækis hugsaði með sér að morgni mánudags að óskastaða sín væri sú að geta útbýtt nýjum bæklingum daginn eftir, á fundi sem boðað var til með fjölda fólks til að kynna tiltekna viðskipta- hugmynd. Texti og myndir í slíkan bækling voru þá þegar tyrir hendi og fáeinir klukku- tímar dugðu til að finkemba efnið til prentunar. En var unnt að brjóta um og prenta í tæka tíð? Já, var svarið sem fékkst að bragði í Gutenberg. Daginn eftir, góðri stundu áður en kynningarfundurinn hófst, bárust í hús framkvæmdastjórans nær 1.000 bæklingar til dreifingar meðal fundarmanna og víðar. Prentsmiðju, sem vílar ekki fyrir sér að koma út tekjublaði Frjálsrar averslunar á hálfum sólarhring, vex ekki í augum að prenta kynningarbækling fýrir fundi eða ráðstefnur á fáeinum klukkutímum ef mikið liggur við. Það er einmitt kjarni málsins. Þeir sem boða til fundar eða ráðstefnu, og fýrirtæki sem hyggjast kynna vöru og þjónustu á sýningum hérlendis eða erlendis, þurfa oftar en ekki skjót og góð viðbrögð prent- smiðju til að koma sínum málum í höfii. Eðli máls samkvæmt er þessi liður undirbúnings oft á síðustu stundu. Ákveðið er að breyta nokkuð áherslu í kynningu, ný vara kemur skyndi- lega til sögunnar og henni á að halda á lofti í sýningarbás og sýningarbæklingi viðkomandi fyrirtækis. Nýr starfsmaður er tekinn til starfa og fær verkefni í sýningarbás. Hann vantar nafnspjald og það verður að prenta í hvelli. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig og starfsmenn Gutenberg sérhæfa sig raun- Skjót og góð viðbrögð prentsmiðju eru oft nauðsynleg og prent- smiðjan Gutenberg hefur þaó að markmiði. verulega í því að uppfylla fljótt og vel óskir viðskiptavina um skjóta og fyrirvaralausa þjónustu. En þeir kunna auðvitað vel til verka líka að sinna þeim sem liggur ekki lífið á! Pall Gislason, framkvæmdastjóri Gutenbergs. RAÐGJAFAR TIL ÞJONUSTU REIÐUBUIMIR Starfsemi Gutenberg býður í raun upp á allt sem fundarboðendur og ráðstefnuhaldarar þurfa á að halda þegar prentverk er annars vegar, hvort heldur talað er um hugmyndir og fjölbreytta möguleika til að útfæra þær, gæði þjónustu, hraða, verkþekkingu eða tæknibúnað. Vert er að halda því vel til haga að viðskiptavinir Gutenberg fá upp- lýsingar og ráð varðandi verkefni sín á einum stað. Þjónustu- fulltrúar Gutenberg eru til dæmis boðnir og búnir að meta með viðskiptavini hvernig best sé að framkvæma óskir eða hugmyndir sem hann kann að hafa. Eru fleiri spennandi möguleikar í stöðunni? Hæfir þessu tiltekna verki offsetprent- un eða stafræn prentun? Er hugsanlegt að eitt og sama verk- efnið verði best unnið bæði í offset og stafrænni prentun? Er til dæmis hagkvæmt að prenta stafrænt sjálft efni skýrslu eða ritlings en offsetprenta svo kápuna? Þannig mætti áfram telja. Aðalatriðið er að viðskiptavinurinn er boðinn velkominn í Gutenberg og svörin við spurningum sínum fær hann á einum stað. SAMSTARFSSAMNINGUR UM SÝNINGUNA SUMARIÐ 2004 Undirbúningur sýningarinnar Sumarið 2004 í Laugardalshöll 7.-9. maí 2004 er nærtækt dæmi um mögulega aðkomu og þjónustu Gutenbergs vegna viðburðar af því tagi. Gutenberg er með samstarfssamning við sýningarhaldarann, Sumarhúsið og garðinn ehf., um prentverk fyrir hann og fyrir einstaka sýnendur á sérkjörum. Yngvi Omar Sighvatsson, ráðgjafi í Guten- berg, er tengiliður fyrirtækisins við verk- efnið og kynnti þjónustu og tilboð prent- smiðjunnar á sérstökum morgunverðar- fundi með sýnendum um miðjan janúar. „Það stefnir í að sýnendur verði hátt í 100 talsins og þeir sýna þjónustutilboði okkar mikinn áhuga,“ segir Yngvi Omar. „Sýnendur leita ráða um sitthvað í fram- setningu kynningar og fá í framhaldinu til- boð í prentun bæklinga, auglýsingaborða, dreifibréfa, nafhspjalda og hvaðeina sem við getum á annað borð gert fyrir þá. Þetta er í heildina mjög spennandi verkefni og það mun reyna talsvert á okkur.“ 5H Gutenberg: Hraðar hendur þegar mikið liggur við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.