Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 129
«Ég stofnaði GB-ferðir árið 2002. Fyrsta heila rekstrarárið okkar gelck vel og við náðum markmiðum okkar og gott betur,
segir Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri GB-ferða.
Jóhann Pétur Guðjónsson, GB-ferdum
Efdr ísak Örn Sigurðsson
GB-ferðir er ferðaskrif-
stofa sem sérhæfir sig í
golf-, skiða- og borgar-
ferðum. „Við byrjum starfs-
árið 2004 með miklum krafti.
Strax í janúar kynntum við
sex nýja áfangastaði og þeir
verða fleiri á árinu. I dag geta
viðskiptavinir okkar valið úr
20 áfangastöðum í 9 löndum
beggja vegna Atlantshafsins
og er úrval golfvalla á
þessum áfangastöðum tæp-
lega 60 talsins, margir
hveijir með frægustu völlum
í heimi,“ segir Jóhann Pétur
Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri GB-ferða.
„Enn fremur bjóðum við
upp á ferðir til ýmissa borga,
s.s. London, Kaupmanna-
hafnar, Barcelona og Feneyja.
Fyrirtækið býður upp á skipu-
lagðar ferðir og nýjung hér á
landi í golfferðum, svokall-
aðar „off the rack“ ferðir sem
hægt er að kaupa með aðeins
sólarhrings fyrirvara. Það
sem fellur undir mína ábyrgð
er vöruþróun, innkaup, verð-
lag á vörum fýrirtækisins,
markaðssetning, samskipti
við samstarfsaðila, samskipti
við innlenda sem og erlenda
birgja og fjölmiðla. Eg hef
byggt upp fýrirtækið frá
grunni og þekki það frá öllum
hliðum og öll samskipti sem
það á við viðskiptavini, birgja
og aðra samstarfsaðila.“
Jóhann Pétur útskrifaðist
úr Verslunarskóla Islands
vorið 1991. Eftir stúdents-
prófið fór hann til Þýskalands
og vann hjá Klaus Windmöll-
er GMBH í Hamborg í Þýska-
landi. „Eftir ársdvöl í Ham-
borg settist ég á skólabekk í
Háskóla Islands í eitt ár.
Haustið 1993 komst ég síðan
inn í virtan háskóla í Þýska-
landi, European Business
School (EBS), Schloss
Reichartshausen, Östrich-
Winkel, og útskrifaðist þaðan
með diplómu í International
Marketing Management. Því
næst lá leiðin í Colorado-
háskólann í Colorado Springs
(UCCS), Bandaríkjunum.
Þaðan útskrifaðist ég með
BS-gráðu í markaðsfræðum
vorið 1996.“
Næstu tvö árin starfaði
Jóhann Pétur í Bandaríkj-
unum. „ Árið 1998 fluttist ég
heim til Islands og hóf störf
í Skífunni. Þar starfaði ég
sem sölustjóri á tónlist,
myndböndum og DVD.
Sumarið 2000 kom Eyþór
Arnalds að máli við mig og
tjáði mér að Islandssími
ætlaði að hella sér inn á
GSM-markaðinn og hann
vildi fá mig í hóp lykilmanna
í því fyrirtæki. Það fór svo að
ég lét slag standa og var ráð-
inn framkvæmdastjóri sölu-
sviðs Islandssíma GSM.
Ég stofnaði GB-ferðir árið
2002. Fyrsta heila rekstrar-
árið okkar gekk vel og við
náðum markmiðum okkar og
gott betur. Arið í ár bytjar vel.
Miðað við sölu í janúar og
áætlanir okkar, þá ættum við
að fjórfalda tekjur á milli ára.“
Öll helstu áhugamálin hjá
Jóhanni Pétri tengjast vinn-
unni. „Ferðalög hafa alltaf
verið ofarlega á lista yfir það
sem ég hef áhuga á. Golf og
skíði eru líka þær íþrótta-
greinar sem ég hef eytt
mestum tíma í undanfarin ár.
Ég syndi líka reglulega, 1-2
km í senn. Ég er svo
lánsamur að geta spilað á
mörgum heimsfrægum golf-
völlum erlendis. Hef tekið út
alla áfangastaði sem GB-
ferðir selja, hvort sem það
eru hótel, golfvellir eða fjöll.
Reglan er þessi: Ef ég er ekki
búinn að taka staðinn út,
seljum við hann ekki. Við-
skiptavinurinn hagnast á því.
Aðrar íþróttir sem ég
stunda, en þó í minna mæli,
eru skvass og körfubolti.“
Jóhann Pétur hefur verið í
sambúð í 3 ár með Berglindi
Rut Hilmarsdóttur lögfræð-
ingi. Þau eignuðust dóttur 16.
desember síðastliðinn. „Það
er mikil hamingja sem fylgir
foreldrahlutverkinu." [£j
129