Ný saga - 01.01.1988, Page 9
ÁSTIR OG VÖLD
Hjónaband var einnig not-
að æ meir til þess að tryggja
sættir, og má nefna fræga sætt
þeirra Kolbeins unga og
Snorra, sem fól í sér samninga
um brúðkaup Orækju
Snorrasonar og Arnbjargar,
systur Kolbeins.
I kaupsamningum fyrir
hjónaband gátu falist tilfærsl-
ur á peningum, jörðum og
jafnvel goðorðum. Ef kona
varð ekkja eða skildi við mann
sinn, færðist lögráðandahlut-
verkið aftur yfir á ætt hennar,
eða syni hennar. Þannig gat
faðir fengið forræði yfir eign-
um látins tengdasonar síns,
eins og Snorri Sturluson þegar
Þórdís, óskilgetin dóttir hans,
varð ekkja.
Hjónabandið styrkti stöðu
ættanna, mægðir sköpuðu
samtryggingu og voru leið til
að halda auði og völdum í
sömu höndum. Hinir fyrstu í
erfðaröð erfðalaga Grdgdsar
og Jónsbókar voru skilgetin
börn, og litið var á börn sem
skilgetin ef móðir þeirra hafði
verið mundi keypt, mörk eða
meira fé. Einkvæni og hjóna-
band kom í veg fyrir að eignir
dreifðust á margar hendur.
Var þá ekki hið alræmda
frillulífi og barneignir höfð-
ingja „holt og bolt“ ógnun við
ættarhagsmuni? Hvers vegna
héldu menn frillur ef hjóna-
bandið var svo vel fallið til að
tryggja hagsmuni ættar
þeirra? Lítum á frægt dæmi.
Hálfbræðurnir Sæmundur og
Ormur Jónssynir, Loftssonar
í Odda, giftust hvorugur.
Gera má ráð fyrir því að engar
þeirra íslensku kvenna sem
voru fjarskyldari en í fjórða
lið, hafi þótt þeim samboðnar,
enda rann konungablóð í æð-
um þeirra. Um Sæmund segir
að hann hafi þótt göfugastur
manna á Islandi á sínum tíma
og að orð hafi farið á milli
hans og Haralds jarls Madd-
aðarsonar í Orkneyjum um
hugsanlegt hjónaband Sæ-
mundar og Langlífar, dóttur
jarls.7 Af því varð þó aldrei, og
ekki gat Sæmundur tekið nið-
ur fyrir sig með kotkerlingum
á Islandi. Um frillur gegndi
öðru máli, ekkert virðist hafa
verið því til fyrirstöðu að þær
væru af lægri stigum en karl-
arnir.
Fyrir frillulifnaði gátu því
legið tvær fullgildar og auð-
sæjar ástæður. Önnur var sú
að fólk hafði ekki efni á að
gifta sig. Sigmundur snagi
hefur sennilega verið í þeim
stóra hópi, ekki nægilega rík-
ur til að giftast sinni heittelsk-
uðu frillu, Helgu, sem var
Oddaverjar náöu undirtökunum á Rangárvöllum. Þeir sátu I Odda, á Keldum,
Breiðabólstaó, Völlum á Landi, Ytra-Skarði og Gunnarsholti fyrir 1200. Kolskeggur auðgi
átti Dal undir Eyjafjöllum og að því er virðist Leirubakka og fékk Ormur Jónsson líka ítök
þar.
7