Ný saga - 01.01.1988, Síða 12

Ný saga - 01.01.1988, Síða 12
Auður G. Magnúsdóttir kennt var verkmanni föður hennar . . . Ekki hataði Högni hana firir þat, ok ekki hélt hann nú dóttur sinni minnr á loft en áðr þetta gjörðist.14 Seinna var þó gert opinbert að faðir barnsins hefði verið Hreinn Hermundsson, er þá var látinn, en á meðan hann lifði hafði Snælaug „þorat ei upp at kveða sakir ríkis Her- mundar föður hans.“15 Her- mundur var goðorðsmaður og sennilega hafa tilfinningar Högna til dóttur sinnar ráðist af því að hann vissi ætíð rétt faðerni barnabarns síns, og þótti ekki slæmt. Hin dóttir Högna var gift Eyjólfi Stafhyltingi. Þau hjónin létust bæði frá tveimur börnum, Ara og Olöfu. Segir svo frá afdrifum barnanna: Ari . . . var lostinn líkþrá, ok Ólöf . . . varð hálf-fífla ok seldi hann [væntanlega Eyjólfur] Snorra Sturlu- syni meðr ráði Snælaugar í Bæ staðarforráð, en hann skyldi gifta hana ok fá henni penínga, en giftíng sú kom ekki fram, ok átti hún börn með strákum.16 I þetta sinn brást Snorra amorsbogalistin og af frá- sögninni er auðsætt að Ólöf átti ekki uppreisnar von eftir barneignir sínar með ótíndum strákum. Hin óskilgetna dótt- ir Snælaugar og Hreins óx úr grasi og varð frilla Snorra Sturlusonar og móðir Ingi- bjargar Snorradóttur sem gift- ist seinna Gissuri Þorvalds- syni. Snælaug þótti að engu óálitlegri kvenkostur eftir barneignina, vegna þess hversu göfugur barnsfaðirinn var. Ólöf fékk hins vegar að gjalda þess að vanda ekki val rekkjunauta sinna betur. Einnar nætur ævintýri, og ást- ir kvenna til sér lægra settra, voru forboðnir ávextir og gera má ráð fyrir því að ákvæði Grágásar um legorðssakir hafi fyrst og fremst beinst gegn slíku. Ákvæði lögbóka hafa því verið ágætis baktryggingþeim sem töldu sér misboðið. Oft kemur fyrir að konur eru flek- aðar til vanvirðingar við eigin- menn þeirra og feður. Ef rétt var að farið, þurfti ákvæðanna ekki við. Höfðingjar fengu sér varla fasta frillu eða fylgikonu nema að höfðu samráði við lögráðendur konunnar. Þá fór fram réttur forleikur, rétt eins og fyrir hjónaband. FRILLULÍFI í STJÓRNMÁLALÍFI Þegar Ormur Jónsson tók sér fyrir frdlu Þóru Eiríks- dóttur, systur Kolskeggs auðga, hefur það efalítið ekki verið án samráðs við Kol- Barneignir með ógiftum stúlkum og ástleitni við þær var fyrst og fremst móðgun við fjölskyldu hennar, þvi gera má ráð fyrirþví að spjöiiuð hafi stúlkan verið álitin lakari kvenkostur, eða ekki jafn góð „fjárfesting“ og áður. Þórður kakali giftist ekki, hann átti börn með fjórum konum. 4 Það má ætla að samningsaðilar hafi „rætt málin yfir öikrús" þegar samningar um frillukaup og pólitískan stuðning voru gerðir. skegg. Og þrátt fyrir að Ormi hafi kannski fundist konan hin fríðasta, réð það varla sambandinu því Kolskeggur var vellauðugur, en Þóra einkaerfingi hans og börn hennar eftir hana. Ormur hafði af fé Kolskeggs eins og hann vildi, og seinna forræði yfir eignum barna sinna. Kol- skeggur var enginn kotungur, og hefði án efa getað fengið einkasystur sinni gott gjaforð en valdi henni fremur frillu- stöðu. Hugsanlega hefur Kol- skeggur sóst eftir völdum í krafti auðs síns en orðið undir í baráttunni við hina metnað- arfullu Oddaverja, sem vildu styrkja stöðu sína á Rangár- völlum. Það er því líklegt að þeir Kolskeggur og Ormur hafi rætt stöðuna yfir ölkrús og gert með sér samning um konu og eignir. Kolskeggur hefur því keypt sér vináttu og vernd Oddaverja. Dæmin eru fleiri. Sturla Sighvatsson átti sér frillu ættaða úr Miðfirði, Vig- dísi Gíslsdóttur. Ljóst er að þeim feðgum Sighvati og Sturlu gat verið verulegur akkur í að eignast sem banda- menn ætt Gísls á Reykjum í Miðfirði enda segir sagan: „margt var þá röskra manna í Miðfirði.“17 Bróðir Vigdísar, Guðmundur, barðist líka eins og hetja í liði þeirra feðga uns yfir lauk og komst til mann- virðinga. Þórður kakali giftist ekki, hann átti börn með fjórum konum. Ein þeirra var Kol- finna Þorsteinsdóttir, systir Eyjólfs ofsa, en hann komst einmitt til mikilla mannvirð- inga, ma. vegna sambands síns við Þórð kakala. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.