Ný saga - 01.01.1988, Side 15

Ný saga - 01.01.1988, Side 15
Þorleifur Óskarsson TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM Þátttaka einkaaðila og sveitarfélaga í nýsköpun togaraflotans eftir seinna stríð Allt til loka síðari heimsstyrjaldar var togaraútgerð á Is- landi fyrst og fremst vettvang- ur einkaframtaksins. Fáein sveitarfélög höfðu reynt að hasla sér völl á þessu sviði, en aðeins í einu tilviki haft erindi sem erfiði. Arið 1945 voru gerðir út 29 togarar og af þeim áttu einkafyrirtæki 27. Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar, sem gerði út tvo togara, var ein- stök í sinni röð. En ekki leið á löngu að þáttaskil urðu í þess- um efnum. Nýsköpunar- stjórnin gerði sér lítið fyrir og endurnýjaði úreltan togara- flota landsmanna í einu vet- fangi. Á árunum 1947—1949 komu rúmlega þrjátíu nýir togarar til landsins og í kjöl- farið sigldu miklar breytingar á rekstrarformi. Hvorki meira né minna en tíu bæjarfélög keyptu nýsköpunartogara. Hér á eftir verður fjallað um þessi þáttaskil og bent á þær ástæður, sem að baki lágu. NÝSKÖPUN FLOTANS í október 1944 tóku Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokk- ur og Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkur höndum saman og mynduðu nýsköpunarstjórnina svo- nefndu, undir forsæti Ólafs Thors. Þessi fyrsta þingræðis- stjórn lýðveldisins var mynd- uð við óvenjulegar aðstæður. I fyrsta lagi voru nær öll fram- leiðslutæki í sjávarútvegi orð- in gömul og úrelt. Meðalaldur togaranna var t.d. 24 ár og enginn vafi á, að þeir voru að syngja sitt síðasta vers í at- vinnusögu þjóðarinnar.1 I öðru lagi blasti við stjórn- málaflokkunum stríðsgróð- inn svonefndi, innistæður ís- lendinga erlendis upp á rúmar 560 milljónir króna. Hér var um gífurlegafjármuni að ræða og einstakt tækifæri til að hefja stórfellda uppbyggingu atvinnulífsins að loknu stríði. Heildarútflutningsverðmæti Islendinga voru að meðaltali tæpar 229 milljónir króna á ári á tímabilinu 1941—1945. Inni- stæðurnar jafngiltu því út- flutningsverðmæti rúmlega tveggja ára." I þriðja lagi var fyrirsjáanlegt, að styrjöldinni mundi ljúka innan skamms. Stríðið hafði óumdeilanlega bundið enda á kreppu fjórða áratugarins og lagt grundvöll- inn að því góðæri, sem lands- menn höfðu búið við allt frá 1940. Að loknu stríði mátti hinsvegar búast við verðfalli svo og markaðsörðugleikum, þegar fiskveiðar og önnur matvælaframleiðsla Evrópu- ríkja hæfist aftur af fullum krafti.3 „Engin atvinnutæki ættu að vera þjóðinni kærari en togararnir. Allt sem hefur einhvern velmegunarbrag í þjóðlífi voru, er frá togurunum komið..." Þannig hljómaði boðskapur Sjómannadags- blaðsins árið 1945, en það hvatti til stórfelldrar endurnýjunar togaraflotans þegar í stað. Myndin er frá upphafsskeiði íslenskrar togaraútgerðar, tekin um borð í Baldri frá Reykjavík, sem gerður var út á árunum 1912- 1917. 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.