Ný saga - 01.01.1988, Page 15
Þorleifur Óskarsson
TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM
Þátttaka einkaaðila og sveitarfélaga í nýsköpun togaraflotans
eftir seinna stríð
Allt til loka síðari
heimsstyrjaldar var
togaraútgerð á Is-
landi fyrst og fremst vettvang-
ur einkaframtaksins. Fáein
sveitarfélög höfðu reynt að
hasla sér völl á þessu sviði, en
aðeins í einu tilviki haft erindi
sem erfiði. Arið 1945 voru
gerðir út 29 togarar og af þeim
áttu einkafyrirtæki 27. Bæjar-
útgerð Hafnarfjarðar, sem
gerði út tvo togara, var ein-
stök í sinni röð. En ekki leið á
löngu að þáttaskil urðu í þess-
um efnum. Nýsköpunar-
stjórnin gerði sér lítið fyrir og
endurnýjaði úreltan togara-
flota landsmanna í einu vet-
fangi. Á árunum 1947—1949
komu rúmlega þrjátíu nýir
togarar til landsins og í kjöl-
farið sigldu miklar breytingar
á rekstrarformi. Hvorki meira
né minna en tíu bæjarfélög
keyptu nýsköpunartogara.
Hér á eftir verður fjallað um
þessi þáttaskil og bent á þær
ástæður, sem að baki lágu.
NÝSKÖPUN
FLOTANS
í október 1944 tóku Sjálf-
stæðisflokkur, Alþýðuflokk-
ur og Sameiningarflokkur al-
þýðu — Sósíalistaflokkur
höndum saman og mynduðu
nýsköpunarstjórnina svo-
nefndu, undir forsæti Ólafs
Thors. Þessi fyrsta þingræðis-
stjórn lýðveldisins var mynd-
uð við óvenjulegar aðstæður.
I fyrsta lagi voru nær öll fram-
leiðslutæki í sjávarútvegi orð-
in gömul og úrelt. Meðalaldur
togaranna var t.d. 24 ár og
enginn vafi á, að þeir voru að
syngja sitt síðasta vers í at-
vinnusögu þjóðarinnar.1 I
öðru lagi blasti við stjórn-
málaflokkunum stríðsgróð-
inn svonefndi, innistæður ís-
lendinga erlendis upp á rúmar
560 milljónir króna. Hér var
um gífurlegafjármuni að ræða
og einstakt tækifæri til að
hefja stórfellda uppbyggingu
atvinnulífsins að loknu stríði.
Heildarútflutningsverðmæti
Islendinga voru að meðaltali
tæpar 229 milljónir króna á ári
á tímabilinu 1941—1945. Inni-
stæðurnar jafngiltu því út-
flutningsverðmæti rúmlega
tveggja ára." I þriðja lagi var
fyrirsjáanlegt, að styrjöldinni
mundi ljúka innan skamms.
Stríðið hafði óumdeilanlega
bundið enda á kreppu fjórða
áratugarins og lagt grundvöll-
inn að því góðæri, sem lands-
menn höfðu búið við allt frá
1940. Að loknu stríði mátti
hinsvegar búast við verðfalli
svo og markaðsörðugleikum,
þegar fiskveiðar og önnur
matvælaframleiðsla Evrópu-
ríkja hæfist aftur af fullum
krafti.3
„Engin
atvinnutæki ættu
að vera þjóðinni
kærari en
togararnir. Allt
sem hefur
einhvern
velmegunarbrag í
þjóðlífi voru, er frá
togurunum
komið..." Þannig
hljómaði
boðskapur
Sjómannadags-
blaðsins árið
1945, en það
hvatti til
stórfelldrar
endurnýjunar
togaraflotans
þegar í stað.
Myndin er frá
upphafsskeiði
íslenskrar
togaraútgerðar,
tekin um borð í
Baldri frá
Reykjavík, sem
gerður var út á
árunum 1912-
1917.
13