Ný saga - 01.01.1988, Side 22

Ný saga - 01.01.1988, Side 22
Þorleifur Óskarsson Árið 1945 var einkaframtakið lífsreyndara en það hafði verið um 1920, þegar jafnvel prófessorar, mennta- skólakennarar, bændur og prestar virtust hafa óbilandi trú á arðsemi íslenskrar togaraútgerðar. Vaxandi atvinnugreinar eins og verslun og þjónusta voru um margt fýsilegri en sjávarútvegurinn. gróðavonina. Hagstæð stofn- lán þjónuðu auðvitað þeim tilgangi einum að laða fyrir- tæki og einstaklinga til fjár- festinga. Stjórnarandstæðingar sáu framtíðina í allt öðru ljósi en stjórnvöld. Þau vildu hefja tafarlausa uppbyggingu, en andstæðingar þeirra vildu bíða átekta og búa í haginn fyrir atvinnuvegina. En biðin eftir öruggum rekstrargrund- velli hefði getað orðið löng, því ekki var bjart fram undan að dómi stjórnarandstæðinga. Hugum t.d. að því hvað Jón Árnason, formaður banka- ráðs Landsbankans og gamal- gróinn framsóknarmaður, hafði að segja um útlitið í markaðsmálum Islendinga haustið 1945:26 Það er . . . algerlega þýð- ingarlaust, að senda legáta [Einar Olgeirsson] til Aust- ur-Evrópu í markaðsleit. Það þyrfti að senda hann til annarrar plánetu, ef nokkur von ætti að vera til, að ferð hans bæri tilætlaðan árang- ur. Afstaða einkaframtaksins bar keim af málflutningi stjórnarandstæðinga. Við- horfin til framtíðarinnar mót- uðust af reynslu undanfarinna áratuga. Árið 1945 var einka- framtakið lífsreyndara en það hafði verið um 1920, þegar jafnvel prófessorar, mennta- skólakennarar, bændur og prestar virtust hafa óbilandi trú á arðsemi íslenskrar tog- araútgerðar. Á fjórða ára- tugnum hafði útgerðin komist í hann krappan. Sumir höfðu sokkið á bólakaf í skuldum, en aðrir náðu landi við illan leik. Svo kom stríðið og kreppan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ekki er ólíklegt, að útgerðarmenn hafi óttast aðra slíka í kjölfar friðarins.27 Það þurfti raunar enga heimskreppu til þess að sýna svart á hvítu, að útgerð togara væri engin óhjákvæmileg ein- stefna til auðlegðar og skjót- tekins gróða. Á þriðja ára- tugnum höfðu menn þegar komist að raun um, að útgerð- in væri ekki samfelldur dans á rósum. Eldhugarnir, sem staðið höfðu að uppbyggingu reykvískrar togaraútgerðar eftir heimsstyrjöldina fyrri, urðu margir illa úti. Af tíu togarafélögum, sem stofnuð voru í Reykjavík á árunum 1919—1920, lögðu sex upp laupana innan fárra ára. Þessi félög keyptu togara á þeim tíma, þegar verð var enn afar hátt af völdum styrjaldarinn- ar. En á fyrsta starfsári þessara félaga, í árslok 1920, hófst verðfall á fiski í kjölfar vax- andi fiskveiða Evrópuríkja.211 Eftir síðari heimsstyrjöld var saga þessara félaga víti til varnaðar, enda aðstæður að mörgu leyti sambærilegar. En það var ekki bara reynsla undanfarinna áratuga og óviss framtíð sem dró kjarkinn úr einkaaðilum. Miklu máli skipti líka, að þeir höfðu nú mun fjölbreyttari möguleika til fjárfestinga. Vaxandi atvinnugreinar eins og verslun og þjónusta voru um margt fýsilegri en sjávar- útvegurinn. Þær voru ekki nærri því eins háðar erlendum mörkuðum, stefnu stjórn- valda í gengismálum, eða þá svipulum sjávarafla, eins og útgerðin hefur jafnan verið. Loks kom svo til álita að veðja á aðrar greinar sjávar- útvegs, sem gefið höfðu góða raun á undanförnum árum og virtust eiga bjartari framtíð fyrir sér. Þannig var málum háttað hjá hlutafélaginu Kveldúlfi. Matthías Johann- essen ritstjóri segir í riti sínu um Ólaf Thors, að félagið hafi átt digrasta nýbyggingarsjóð- inn í stríðslok og hefði allt eins getað keypt a.m.k. sex Verkakonur vinna aflann í fiskidjuveri Bæjarútgerðar Reykjavíkur árið 1963. Sveitarfélögin stóðu ekki aðeins í stórræðum á sviði togaraútgerðar. Þau komu líka á fót fiskvinnslustöðvum. En hvað voru opinberir aðilar að vasast í útgerð og vinnslu? Var gróðavonin að glepja sveitarstjórnarmönnum sýn? 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.