Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 31

Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 31
HUGARFARIÐ OG SAMTÍMINN ingin komi að haldi við ís- lenskar söguskýringar. Sá þáttur greinarinnar verður frekar í formi hugmynda en rökstuddra kenninga um hvernig best er að nálgast hug- arfarssöguna á Islandi og hvað af henni megi læra. HÆNAN OG EGGIÐ Aður en lengra er haldið verðum við að slá nokkra varnagla. í fyrsta lagi verðum við að hafa hugfast að hugar- farssöguna, eins og aðrar greinar sagnfræðinnar, má aldrei einangra. Um hana verður að fjalla í sem víðustu samhengi. I öðru lagi verðum við að gera okkur grein fyrir því að hugarfar fólks hefur tekið ákveðnum breytingum í aldanna rás, þó misjafnlega hröðum. Hugarfar miðalda- manna, svo dæmi sé nefnt, tók vissum breytingum sem kem- ur í ljós þegar litið er til vax- andi borgarmenningar þess tíma. I þriðja lagi verðum við að vera varkár þegar við fjöll- um um hugarfarssöguna í tengslum við orsakir og af- leiðingar. Á stundum leikur mikill vafi á hvað leiðir af hverju. Breski sagnfræðingur- inn Keith Thomas hélt því fram í frægri bók að hnignun galdraofsókna hafi gert mögulegar þær tæknibreyt- ingar sem urðu á 17. öld.3 Annað dæmi má nefna þar sem breytt hugarfar hafði áhrif á framvindu mála. Við vitum að framfarir í læknavís- indum voru litlar sem engar á fyrri hluta nýaldar, en hins vegar jókst tiltrú almennings á ráðum þeirra mikið. Ohætt er að fullyrða að einmitt þetta traust almennings hafi ýtt við læknavísindunum og orðið hvati að frekari rannsóknum og öruggari niðurstöðum. Hins vegar er auðvelt að ímynda sér að þessu hafi verið öfugt farið, þ.e. að tæknifram- farir hafi haft áhrif á hugarfar fólks. Eitt atriði skal nefnt. Tæknibylting prentiðnaðar- ins hafði gífurleg áhrif á hugs- unarhátt fólks. Við getum nánast fullyrt að þessi nýja tækni í prentiðnaðinum hafi haft bein áhrif á líf fólks þegar fram liðu stundir. Það sem við erum að glíma við hér er spurningin um hænuna og eggið. Þessi dæmi sýna hve umræðan um orsakir og af- leiðingar getur orðið snúin. Hér verður leitast við að sneiða hjá vandanum eftir föngum. Við munum hins vegar byrja á því að athuga nokkrar orsakir sem virðast skipta sköpum þegar rætt er um breytingar á hugarfari fólks í Evrópu. SIÐASKIPTIN Fyrst skal nefna siðaskíptin. Mótmælendakirkjan gerði at- lögu að fjölmörgum þáttum alþýðumenningarinnar. af meiri krafti og harðfylgi en áður hafði þekkst. I siðbót sinni fylgdi kaþólska kirkjan fast á eftir, þó hægar færi. Árásir kirkjudeildanna leiddu til mikilla breytinga á evrópskri alþýðumenningu. En hverjar voru þessar breyt- ingar? Áðurnefndur Keith Thomas tilgreinir í bók sinni fjölmörg dæmi sem sýna hvernig trúarhreyfingar knúðu á um breytingar á al- þýðumenningunni í nafni sið- bótarinnar. Sérstaklega voru Hugmyndir manna og tiltrú á áhrifum læknavísindanna jukust mjög á 18. öld. Óhætt er að fullyrða að þessi breyting hafi ekki átt sér stað vegna betri árangurs lækna í starfi. Ástæðan finnst frekar í almennum hugarfars- breytingum almennings á þessu tímabili Náttúrulegar skýringar á fyrirbærum heimsins voru teknar fram yfir yfirskilvitlegar orsakaskýringar. Það skal skýrt tekið fram að þessi kenning hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum fræðimönnum og ekki síst fyrir það að hún þykir vera hlaðin því gildismati að allt gamalt sé af hinu „vonda“ en nútlminn af hinu „góða“. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.