Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 46

Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 46
Helgi Þorláksson Heimskringlu. Þar segir að skip hafi komið til Noregs frá Islandi, hlaðið vararfeldum, sem Norðmenn vildu ekki kaupa. Islenski stýrimaðurinn þekkti Harald konung Gunn- hildarson og sagði honum frá vandræðum þeirra íslend- inganna. Haraldur bjargaði málinu með því að þiggja að gjöf einn vararfeld og bera hann og keypti þá hirðin óðar vararfeldi og síðan öll alþýða og fengu færri en vildu en Haraldur fékk viðurnefnið gráfeldur. Snorri er einn um að segja þessa sögu en Jón Jó- hannesson túlkar þetta sem svo að Snorri hafi trúað að út- flutningur vararfelda hafi verið mjög mikill. Auðvitað má túlka þetta öðru vísi, jafn- vel með gagnstæðum hætti, amk. kemur fram í sögunni að sala íslenskra vararfelda hafi ekki alltaf gengið sem skyldi í Noregi. Jón Jóhannesson bendir líka á aðra heimild sem á að sýna að vararfeldir hafi verið eftirsóttir, og er það frásögn Adams af Brimum sem segir að Prússar hafi um 1070 eða svo boðið Söxum hin eftir- sóttu marðarskinn fyrir ullar- flíkur þær sem Saxar kalli fal- dones. Jón telur að faldones hafi verið vararfeldir, og á vafalítið við að þeir hafi verið íslenskir. Nú veit enginn hvort faldones voru eins og vararfeldir og enn síður hvort íslenskir vararfeldir hafi bor- ist til Þýskalands.24 I raun vitum ekkert fyrir víst um útflutning vararfelda en kannski reyndu Islending- ar að koma þeim í verð í Nor- egi svipað og námsmenn síðar sem hafa selt erlendis lopa- peysur sem mæður þeirra eða frænkur hafa prjónað. I öðru lagi er auðsæilega margt ótraust í fræðiritum um útflutning á skinnum. Jón Jó- hannesson kannaði það sem segir um skinnavöru í lög- auraskrám Grágásar og álykt- aði að góður markaður hefði verið fyrir katt- og melrakka- belgi. I lögauraskrá Jónsbókar eru færri tegundir skinnavöru taldar upp en í Grágás og árið 1294 tók konungur melrakka- belgi af lögauraskrá, skv. til- mælum Islendinga. Um þetta ályktar Jón: Er því sýnilegt að markað- ur fyrir íslenska skinna- vöru hefur versnað á 13. öld enda var það eðlilegt. Islandsverslunin var þá mestöll komin í hendur Norðmanna . . . Auk þess hefur hið aukna framboð á rússneskri skinnavöru dregið mjög úr sölu ís- lenskrar skinnavöru. Hansamenn höfðu frá því snemma á 13. öld eina af aðalbækistöðvum sínum í Novgorod, hinum forna Hólmgarði, og fluttu það- an mikla og góða skinna- vöru vestur á bóginn.25 Þessar ályktanir um verslun með skinnavöru birtast í flest- um síðari ritum um sögu þjóðveldisins. Hvað er svo vitað um versl- un með íslensk skinn? Það er sjálfsagt mikill misskilningur að íslenskir melrakkabelgir hafi keppt við skinn frá Hólmgarði. Tófuskinn munu hafa verið í allt öðrum verð- flokki en hin dýru íkorna- skinn að austan. Hins vegar var líka markaður fyrir ódýr skinn, td. á Englandi, þar sem rnenn keyptu tófuskinn og kattarskinn og kemur ekki fram í helsta fræðiriti um skinnaverslun á Englandi að dregið hafi úr eftirspurn eftir þessum ódýrari skinnum á 13. öld.26 Islendingar hafa sjálf- sagt getað komið kattar- og Haraldur bjargaði málinu með því að þiggja aðgjöfeinn vararfeld og bera hann og keypti þá hirðin óðar vararfeldi og síðan öll alþýða og fengu færri en vildu en Haraldur fékk viðurnefnið gráfeldur. i raun vitum við ekkert fyrir víst um útflutning vararfelda en kannski reyndu íslendingar að koma þeim í verð í Noregi svipað og námsmenn síðar sem hafa selt erlendis lopapeysur sem mæður þeirra eða frænkur hafa prjónað. tófuskinnum í verð á Eng- landi út alla 13. öld. En í heim- ildum er reyndar talað um katt- og melrakkabelgi sem etv. voru ekki notaðir með sama hætti og önnur skinn. Er aðeins eitt dæmi um útflutn- ing melrakkabelgja og ekkert um útflutning kattbelgja og er því sennilegast að lög- auraskrárnar hafi verið mið- aðar við innanlandsverslun fyrst og fremst og að dregið hafi úr eftirsókn eftir þessum skinnum á landinu á 13. öld. Hafi innanlandsverslun með kattarskinn verið eins mikil og ráð er fyrir gert, mætti kannski búast við að finna cinhvcrs staðar gctið um kattabúskap en hans er hvergi gctið í samtímahcimildum. Hins vegar er í Vatnsdælu frá- sögn um ketti Þórólfs slcggju. Kettirnir voru tuttugu og „ákafliga stórir og allir svartir og mjög trylltir“ að sögn sög- unnar. Þetta var reyndar eins konar heimavarnarlið Þórólfs sem hann magnaði mjög og voru þeir þá: „stórum illiligir mcð emjun og augnaskotum“ (kap.28). I þriðja lagi er svo þess að gæta að engar sérstakar ástæð- ur eru til að halda að sigling Islendinga á eigin skipum hafi verið sérlega mikil á 11. öld. Lúðvík Kristjánsson hefur miklar efasemdir um að þau 25 skip sem menn eru sagðir hafa farið á úr Borgarfirði og Breiðafirði til Grænlands árið 985 eða 6 hafi verið knerrir, landnemaflotinn hafi verið genginn úr sér, segir hann, og menn hafi flestir þurft að gera sér að góðu teinæringa, inn- lenda smíð, til Grænlandssigl- ingar.27 Þetta vekur til um- hugsunar um hversu örðugt hefur verið Islendingum að útvega sér haffær skip á fyrri öldum, þau varð að kaupa í 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.