Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 50
Helgi Þorláksson
lenskt vaðmál hafi fallið í
verði erlcndis um 1300 eða í
upphafi 14. aldar og munu þá
einkum hafa í huga vöruvað-
mál. Þetta á að hafa haft ör-
lagarík áhrif á verðlag innan-
lands og allt atvinnulíf. Björn
Þorsteinsson rekur verðfallið
til samkeppni af hálfu
flæmskra dúka, Jón Jóhannes-
son til samkeppni af hálfu
vefnaðarvöru sem Hansa-
menn hafi flutt en Magnús
Már Lárusson til samkeppni
af hálfu enskra og flæmskra
klæða.47
Eins og nærri má geta er
ekki vitað hversu mikið flutt-
ist úr landi af vaðmáli að með-
altali, en dæmin um útflutn-
inginn eru mörg og mun ég
nefna nokkur sem sýna að
hann hafi getað verið allmik-
ill. Margir kannast við að erki-
biskupinn í Niðarósi fékk
leyfi páfa árið 1194 til að senda
skip árlega með 30 lestir mjöls
til Islands til að láta kaupa
fyrir það klæði á þjóna Olafs
helga, eins og þar segir.41' Hér
hlýtur að vera átt við vaðmál
og fyrir mjölið mátti kaupa
sem svarar 12,6 tonnum af
vöruvaðmáli. Er þá miðað við
þá reglu að 120 álnir vaðmáls,
tæpir 60 m, skyldu vega um 35
kg.49 Algengt var að menn
hefðu með sér frá tíu og upp í
60 hundruð vaðmála þegar
þeir fóru utan. 60 hundruð
eru nálægt 3200 m af vöruvað-
máli, 2,1 tonn. Slíkt hafði Páll
biskupsefni með sér úr landi
árið 1194 og Þórður kakali dró
að sér 60 hundruð til utan-
ferðar árið 1245 en fór ekki
sjálfur heldur sendi mann
fyrir sig og kom sá aftur til
landsins með vín mikið. Þórði
fannst sopinn góður og tíma
sínum í Noregi varði hann
oftast við drykkju og barðist
við drykkjufélaga sína með
hornum og skriðljósum. Vað-
mál mun hafa verið fram-
færslueyrir hans í Noregi.50
Arið 1218 gerði Sæmundur
Jónsson upptæk þrjú hundr-
uð hundraða vaðmála sem
kaupmenn hugðust flytja úr
landi.51 Sé þetta umreiknað í
vöruvaðmál hafa það verið
12,6 tonn, etv. um 120 hest-
burðir. Jórsalatíund var lögð á
um 1275 og skyldi vera alin
vaðmáls af hverjum þingfarar-
kaupsbónda á ári í sex ár en
eyrir vaðmáls af hverjum
presti, nálægt 11 tonn alls.52
Og Rómarskatt eða Péturstoll
sem lagður var á árið 1280
skyldu prestar leysa til sín og
greiða hann síðan allan í vað-
málum sem skyldu flutt til
skips á Eyrum.5' Hér eru
aðeins nefnd dæmi um mikinn
Þórdi fannst sopinn
góður og tíma sínum í
Noregi varði hann
oftast við drykkju og
barðist við
drykkjufélaga sína
með hornum og
skriðljósum.
Tollarolla. Þessi
rolla frá 1305greirtir
frá innflutningi til
Lynnar og útflutn-
ingi þaöan. í sjöttu
og sjöundu línu eru
td. nefndir Ólafur
langi og félagar
sem fluttu timbur,
skreiö og lýsi frá
Noregi og hveiti,
malt og hunang frá
Lynn
útflutning vaðmáls en hin eru
auðvitað miklu fleiri um
ferðalanga sem tóku með sér
tíu hundruð eða minna. Aðal-
atriðið hér er að sýna að á bil-
inu frá um 1180 eða allmiklu *•
fyrr, etv. frá um 1100 og til um
1340 var vaðmál aðalgjald-
eyrir Islendinga, allir sem fóru
úr landi á þessum tíma munu
hafa haft með sér vaðmál,
meira eða minna. Með vað-
máli komu íslendingar í veg
fyrir einangrun, með vaðmáli
tókst þeim að halda uppi sam-
bandi við umheiminn.
Eg hef kannað norskar
heimildir og enskar tolla-
skýrslur til að fræðast um
hvar íslenska vaðmálið hafn-
aði utan landsteinanna.541 ljós
kom að vaðmál sem barst til
Englands kom ekki frá Nor-
egi heldur frá Danmörku og
Svíþjóð. Sama máli hlýtur að
hafa gegnt um vaðmál á
Þýskalandi en heimildir um
uppruna þess eru ekki eins
góðar. Er víst að mikil þörf
hefur verið fyrir íslenskt vað-
mál í Noregi og að Norðmenn
hafa ekki flutt það úr landi svo
að neinu næmi. Ekki er að sjá
að dregið hafi úr eftirspurn
eftir íslensku vaðmáli í Noregi
fram til um 1340 enda var
verðið jafnan hið sama eða
mjög svipað. Verðfall vaðmáls
sem telja má að orðið hafi á
íslandi um 1300 á sér þá inn-
lendar orsakir.
Um 1100 tóku bæir að verða
til í Evrópu, td. á austurströnd
Englands, og varð þá til góður
markaður fyrir norska skreið. *■
Með aukinni verslun og sigl-
ingum tóku bæir að stækka í
Noregi og þörfin fyrir vaðmál
jókst vegna fólksfjölgunar,
bæði í bæjum og verstöðvum.
Norskir atvinnukaupmenn
munu hafa tekið að sækja
voðirnar í auknum mæli til ís-
lands. .
48