Ný saga - 01.01.1988, Side 53
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA
Að grunnfleti samsvarar hann
Stangarbæ í Þjórsárdal sem á
að hafa farið í eyði árið 1104.1
þjóðveldisbænum er hátt til
lofts og geysivel viðað, svo vel
að með ólíkindum virðist að
slíkt hafi verið kleift á 11. öld í
hálfgerðum afdal um sjötíu
km frá sjó. Nema þá að kostir
til búskapar hafi verið sérlega
góðir og efnahagur í blóma.
Ekki fær maður þá hugmynd
við að lesa um athuganir Jóns
Steffensens á beinum dalbúa
en þau fundust í kirkjugarðin-
um á bænum Skeljastöðum
sem líka mun hafa farið í eyði
árið 1104. Jón telur að Þjórs-
dælir hafi almennt verið illa
haldnir af skorti og þurft að
erfiða mikið, meðalævin hafi
verið stutt og dánartalan há, á
meðal 15 ára og eldri.59 Getur
verið að fólk sem virðist hafa
verið þjakað af skorti hafi
verið svo ötult við viðaröflun
sem hinn endurgerði bær sýn-
ir? Mér finnst það vafamál og
ljóst er að í orðum þjóðhátíð-
arnefndar kemur fram sú ár-
átta Islendinga að fegra þjóð-
veldistímann, einkum fyrir
1200, af því að þeir skammast
sín fyrir tímabilið 1300-1830
sem þeir telja tíma niðurlæg-
ingar.
Þessi tilhneiging að gylla
fyrir sér sögu Islands fram til
um 1200 var kannski eðlileg
þegar þjóðin var að endur-
heimta sjálfstæði og var að
koma undir sig fótunum efna-
hagslega. Slík söguskoðun var
Islendingum hvatning árið
1914 þegar Eimskip var stofn-
að. Allt frá komu Gullfoss ár-
ið 1915 og líklega fram á
sjöunda áratuginn flykktust
menn niður að höfn til að
fagna nýjum farskipum, fán-
um prýddum, og hlusta á ræð-
ur um Islands Hrafnistumenn
og hetjur hafsins og flugvélum
var fagnað með ræðum um
einangrun sem hefði verið
rofin. Þá var gott að geta sagt:
Nú er að hefjast gullöld að
nýju eins og var á 11. og 12. öld
eftir langa niðurlægingu og
myrkur um aldir.
Gullaldarhugmyndin hefur
lifað góðu lífi þótt sjálfstæði
sé fengið af því að við Islend-
ingar erum fá og smá og þurf-
um að upphefja okkur, sanna
þegngildi okkar meðal þjóða
heimsins og sækjum þá styrk í
gullaldarhugmyndina.
Fræðimenn hafa látið gull-
aldarglýju villa sér sýn í um-
fjöllun um utanlandsferðir Is-
lendinga að fornu, verslun
þeirra, iðnað og menningar-
og menntalíf yfirleitt. Þeir
hafa ofmetið utanríkisverslun
íslendinga, verslun með var-
arfeldi og skinn en vaðmál
hafa þeir tengt hnignun og
vanmetið það. Fræðimenn
hafa hafið upp til skýjanna fá-
eina karla sem fóru utan til
náms í gráum feldum með
mörbjúgu í farangrinum en
þagað um konurnar sem ófu
hið mikilvæga vaðmál, berar
og blóðugar á handleggjum.
Gullaldarglýjan hefur orðið
til þess að einstakir karlar eru
ofmetnir en konurnar eru
mjög vanmetnar.
Úr skála Þjóð-
veldisbæjarins í
Þjórsárdal. Horft
er út eftir skála til
anddyris, lang-
eldur er á miðju
gólfi og lokrekkja
til vinstri.
51