Ný saga - 01.01.1988, Page 53

Ný saga - 01.01.1988, Page 53
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA Að grunnfleti samsvarar hann Stangarbæ í Þjórsárdal sem á að hafa farið í eyði árið 1104.1 þjóðveldisbænum er hátt til lofts og geysivel viðað, svo vel að með ólíkindum virðist að slíkt hafi verið kleift á 11. öld í hálfgerðum afdal um sjötíu km frá sjó. Nema þá að kostir til búskapar hafi verið sérlega góðir og efnahagur í blóma. Ekki fær maður þá hugmynd við að lesa um athuganir Jóns Steffensens á beinum dalbúa en þau fundust í kirkjugarðin- um á bænum Skeljastöðum sem líka mun hafa farið í eyði árið 1104. Jón telur að Þjórs- dælir hafi almennt verið illa haldnir af skorti og þurft að erfiða mikið, meðalævin hafi verið stutt og dánartalan há, á meðal 15 ára og eldri.59 Getur verið að fólk sem virðist hafa verið þjakað af skorti hafi verið svo ötult við viðaröflun sem hinn endurgerði bær sýn- ir? Mér finnst það vafamál og ljóst er að í orðum þjóðhátíð- arnefndar kemur fram sú ár- átta Islendinga að fegra þjóð- veldistímann, einkum fyrir 1200, af því að þeir skammast sín fyrir tímabilið 1300-1830 sem þeir telja tíma niðurlæg- ingar. Þessi tilhneiging að gylla fyrir sér sögu Islands fram til um 1200 var kannski eðlileg þegar þjóðin var að endur- heimta sjálfstæði og var að koma undir sig fótunum efna- hagslega. Slík söguskoðun var Islendingum hvatning árið 1914 þegar Eimskip var stofn- að. Allt frá komu Gullfoss ár- ið 1915 og líklega fram á sjöunda áratuginn flykktust menn niður að höfn til að fagna nýjum farskipum, fán- um prýddum, og hlusta á ræð- ur um Islands Hrafnistumenn og hetjur hafsins og flugvélum var fagnað með ræðum um einangrun sem hefði verið rofin. Þá var gott að geta sagt: Nú er að hefjast gullöld að nýju eins og var á 11. og 12. öld eftir langa niðurlægingu og myrkur um aldir. Gullaldarhugmyndin hefur lifað góðu lífi þótt sjálfstæði sé fengið af því að við Islend- ingar erum fá og smá og þurf- um að upphefja okkur, sanna þegngildi okkar meðal þjóða heimsins og sækjum þá styrk í gullaldarhugmyndina. Fræðimenn hafa látið gull- aldarglýju villa sér sýn í um- fjöllun um utanlandsferðir Is- lendinga að fornu, verslun þeirra, iðnað og menningar- og menntalíf yfirleitt. Þeir hafa ofmetið utanríkisverslun íslendinga, verslun með var- arfeldi og skinn en vaðmál hafa þeir tengt hnignun og vanmetið það. Fræðimenn hafa hafið upp til skýjanna fá- eina karla sem fóru utan til náms í gráum feldum með mörbjúgu í farangrinum en þagað um konurnar sem ófu hið mikilvæga vaðmál, berar og blóðugar á handleggjum. Gullaldarglýjan hefur orðið til þess að einstakir karlar eru ofmetnir en konurnar eru mjög vanmetnar. Úr skála Þjóð- veldisbæjarins í Þjórsárdal. Horft er út eftir skála til anddyris, lang- eldur er á miðju gólfi og lokrekkja til vinstri. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.