Ný saga - 01.01.1988, Side 56

Ný saga - 01.01.1988, Side 56
Guöjón Friðriksson KONUR Á KARLAFUNDI Öld liðin síðan fyrsta konan kaus í Reykjavík Það kom einnig í Ijós að konur voru ekki enn reiðubúnar að axla þessa ábyrgð. Kosningaréttur kvenna til sveitar- stjórna var til um- ræðu á alþingi 1881 og sýndist þingmönnum sitt hverjum. Sumir vildu ganga svo langt að veita konum einnig kjörgengi, þ.e. rétt til að bjóða sig fram í kosningum. Meiri hluti þing- manna var ekki reiðubúinn að kyngja svo byltingarkenndri tillögu. Mjög takmarkaður kosningaréttur kvenna var nógu róttækt í bili enda höfðu Danir ekki einu sinni veitt konum slíkan rétt. Einn af hinum íhaldsamari þing- mönnum, Eiríkur Kúld, sagði við umræðuna: „Það kæmi einnig nokkuð skrítilega fyrir, að sjá tómar konur í bæjar- stjórn Reykjavíkur.“' Orð hans lýsa vel að ný hugsun var að fæðast en menn voru ekki alveg tilbúnir að hugsa málið til enda. Ungir íslenskir mennta- og athafnamenn höfðu um þetta leyti kynnst erlendum hug- myndum um frelsun kvenna, einkum í Bretlandi og Dan- mörku, og rit John Stuart Mills um þetta efni höfðu þegar borist til Islands.2 Lög um takmarkaðan kosninga- rétt kvenna voru staðfest af konungi vorið 1882 og vöktu þau töluverða athygli utan landsteina. Islendingar fengu orð fyrir að vera framsæknir í kvenréttindamálum. Lögin hljóðuðu svo: Ekkjur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningarjett, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og Dyr bæjarþingsalarins. I bæjarþingsalnum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg kusu fyrstu konurnar í Reykjavík. Þar var opin kjörfundur og nöfn kjósenda kölluð upp. Þegar kjörsókn var mikil hefur verið fullt út úr dyrum, troðningur mikill og vafalaust ýmsar háðsglósur látnar fljúga. Við þær aðstæður kaus alþýðukonan Kristín Jónsdóttir, ein reykvískra kvenna, árið 1897. á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára, og að öðru leyti fullnægja öllum þeim skil- yrðum, sem lög ákveða fyrir þessum rjettindum.3 Onnur skilyrði fyrir kosn- ingarétti voru m.a. þau að við- komandi hefði greitt ákveðið lágmarksgjald í opinber gjöld. Það voru því í reynd afar fáar konur sem fengu kosningarétt með þessum nýju lögum og Jón Jónsson ritari lét svo um- mælt í umræðunum á alþingi 1881 að tæplega fleiri en tíu konur fengju með lögum þessum kosningarétt í Reykjavík.4 Jón var bæjarfull- trúi í Reykjavík og hafði um skeið verið settur bæjarfógeti. Það kom einnig í ljós að konur voru ekki enn reiðu- búnar að axla þessa ábyrgð. Grein þessi er skrifuð í tilefni af því að hundrað ár eru nú liðin síðan fyrsta reykvíska konan kaus í kosningum. Sá atburður gerðist 3. janúar 1888 og var ekki vonum fyrr í sjálfum höfuðstaðnum. Vitað er um a.m.k. þrjár konur sem neytt höfðu atkvæðisréttar síns á Akureyri og Isafirði áður en reykvískar konur tóku við sér.5 Ekkjur og aðrar sjálfstæðar, ógiftar konur voru afar tregar til að fara á kjörstað allt fram yfir aldamót og bættust aðeins þrjár konur í Reykjavík við hóp þeirra sem kusu fram til ársins 1900. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.