Ný saga - 01.01.1988, Síða 57
KONURNAR
GLEYMDUST Á
FYRSTU
KJÖRSKRÁNNI
Fyrstu bæjarstjórnarkosn-
ingarnar eftir að lögin tóku
gildi fóru fram 19.febrúar 1883
og átti að kjósa einn mann í
bæjarstjórnina af hinum al-
menna flokki í stað fyrrnefnds
Jóns Jónssonar sem þá var lát-
inn. Bæjarstjórnarkosningar
voru tvískiptar, skv. lögum
sem tóku gildi l.janúar 1873,
og kusu allir kjósendur fimm
bæjarfulltrúa en fimmtungur
kjósenda, er hæst gjöld
greiddi, kaus fjóra fulltrúa.
Seinna var svo bæjarfulltrúum
fjölgað og kusu þá almennir
kjósendur sjö fulltrúa en
minni hlutinn sex. Þegar þessi
fyrsta kjörskrá, eftir að konur
fengu kosningarétt, er athug-
uð finnst ekki ein einasta kona
á henni og hefur annaðhvort
gleymst að setja þær á hana
eða bæjaryfirvöldum hefur
ekki verið ljós þýðing hinna
nýju laga. Ekki er vitað til að
neinar athugasemdir hafi
verið gerðar við kjörskrána
svo að ekki hafa reykvískar
konur verið mjög vakandi um
réttindi sín.6 Það er fyrst í
kosningum til niðurjöfnunar-
nefndar árið eftir sem konur
sjást á kjörskrá og eru þær þá
29 talsins en 430 karlar. Engin
þeirra kaus.7
I ársbyrjun 1885 voru
tvennar kosningar til bæjar-
stjórnar, bæði meðal al-
mennra kjósenda og hinna
gjaldhærri. I þeim fyrri voru
32 konur á kjörskrá á móti 387
karlmönnum og í þeim síðari
13 konur á móti 150 körlum.
Engin kona kaus.8
Kosningar á þessum árum
fóru fram í bæjarþingssalnum
í Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg og var svo allt til
ársins 1900. Nöfn kjósenda
voru kölluð upp í stafrófsröð
og skyldu atkvæði annað-
hvort greidd í heyranda hljóði
með því að nefna nöfn þeirra,
sem kjósandinn vildi kjósa,
eða skila þeim skriflega á opn-
um seðli. Að loknu þessu var
beðið í hálftíma eftir þeim sem
misst höfðu af nafnakallinu en
vildu kjósa og síðan var kjör-
fundi slitið.9 Þetta var því
sannkölluð karlasamkoma og
örugglega ýmis skeyti látin
fljúga þegar heitt var í kolun-
um. Það hefur því þurft heil-
mikið hugrekki fyrir „vesæl-
ar“ konur að hætta sér inn í
þessa karlasamkundu. Þar við
bættist að flestar þær konur
sem höfðu kosningarétt voru
komnar af léttasta skeiði, ým-
ist ekkjur eða ráðsettar ein-
hleypar konur. Hinar yngri
og e.t.v. hugrakkari konur
höfðu ekki kosningarétt.
DÝPSTA
FYRIRLITNING Á
FYRIRLESTRI
BRÍETAR
Árið 1885 er annars býsna
merkilegt í sögu kvenréttinda
og á næstu árum kvöddu ýms-
ir einstaklingar sér hljóðs í
höfuðstaðnum og fluttu þeir
Rcykvíkingum og öðrum
landsmönnum það nýjasta
sem var að gerast í menningar-
og mannréttindamálum í
Evrópu og Ameríku. I byrjun
árs birtist í Fjallkonunni, sem
Valdimar Ásmundsson hafði
þá nýlega hleypt af stokkum,
löng grein sem hét „Kven-
frelsi“ og var það nýjung að
fjalla um slíka hluti á Islandi.
Þá var komin í bæinn ung
kona að norðan sem hreyfst
mjög af skrifum Valdimars.
Greinin varð henm hvatmng
til að skrifa sjálf grein undir
dulnefni sem birtist um sum-
Íí’féjiýazzr
a* ... y
/xr_____________
/W_____--------
/9/ -----
✓✓/
/Jf
/f*_jdir/£/:.._
/4/ ....
✓#/----
ib/A.. r^—y,.////. A/
. Jp. Af
'Z--Kih
Kjörskráin í Gjördabók bæjarstjórnar fyrir bæjarstjórnarkosningar
1888. Fyrst komu nöfn karlmanna í stafrófsröð en nöfn kvenna
ráku lestina.
Petta var því
sannköllud
karlasamkoma og
örugglega ýmis
skeyti látin fljúga
þegar heitt var í
kolunum.
55