Ný saga - 01.01.1988, Side 59

Ný saga - 01.01.1988, Side 59
ur hafa án efa hrifist af máli Bríetar. Kristín varð þannig fyrst reykvískra kvenna til að kjósa. I þessum bæjarstjórnar- kosningum, ð.janúar 1888, skyldi kjósa fjóra bæjarfull- trúa meðal hinna hærri gjald- enda og var 161 maður á kjör- skrá, þar af átta konur. Kjör- skráin var þannig sett upp að fyrst komu allir karlmennirn- ir í stafrófsröð en kvenfólkið var haft aftast16 og urðu þær því að bíða allan kjörfundinn eftir að röðin kæmi að þeim. Það hefur því verið nokkur þrekraun fyrir hina 75 ára gömlu Kristínu að þrauka fundinn og mæta háðstilliti íhaldsamra karla. Tvisvar sinnum átti hún kost á að kjósa síðar, áður en hún var öll, en lét það ógert. Næstu kosningar fóru fram 1890 og voru þá 39 konur á kjörskrá en 443 karlar. Engin kona kaus.17 Árið eftir, 1891, fóru fram bæjarstjórnarkosn- ingar meðal hinna almennu kjósenda og nú brá svo við að tvær ekkjur úr sömu fjöl- skyldu fóru á kjörstað og hafa þær sjálfsagt haft styrk hvor af annarri. Þetta voru þær Her- dís Benedictsen og Oddný Smith en þær voru þannig tengdar að tengdamóðir Odd- nýjar, Ragnheiður Bogadótt- ir, var mágkona Herdísar. Þær tilheyrðu báðar yfirstétt Reykjavíkur og kusu sömu mennina í sömu röð og hafa því komið sér saman um hverja þær ætluðu að kjósa. I þessum kosningum voru 488 á kjörskrá, þar af 32 konur. 167 karlar neyttu atkvæðaréttar síns.18 Þrisvar sinnum var kosið til Þær Herdis Benedictsen og Oddný Smith, sem báðar voru úr sömu fjölskyldu, höfðu samflot á kjörfundinn 1891 enda hefur þurft kjark til að vóga sér á hinn fjölmenna karlafund. Þá hafði aðeins Kristín Bjarnadóttir neytt atkvæðisréttar síns áður. bæjarstjórnar 1892 og 1894 og þá kaus engin kona og ekki heldur þær Herdís og Oddný þó að þær væru báðar á lífi og í bænum. Það er ekki fyrr en 1903 að Oddný áræddi að kjósa aftur. Herdís var þá lát- in. I bæjarstjórnarkosningum almennra kjósenda 5.janúar 1897 vóru 594 á kjörskrá, þar af 45 konur. Alls kusu 317 og hefur því verið þröng á þingi á kjörfundi í bæjarþingstof- unni, sjálfsagt fullt út úr dyr- um og niður alla ganga. Nú brá svo við að ein kona kaus og að þessu sinni var það al- múgakona, Kristín Jónsdóttir húskona á Tóttum í Skugga- hverfi.19 Ekki er vitað hvað rak Kristínu á hinn fjölmenna karlafund og lítið er vitað um þessa konu. Hún var fædd í Krókskoti í Bessastaðahreppi 1854. I manntalinu 1855 er hún ein með móður sinni á Litlabæ í sömu sveit. Um móður hennar, sem er fráskil- in, er sagt: „tekur vinnu“.20 Lítið segir svo af Kristínu fyrr en árið 1893. Þá fluttist hún úr Njarðvíkum, þar sem hún hafði verið vinnukona hjá Ás- birni Ólafssyni, og gerðist lausakona og síðar húskona í Reykjavík. Hún virðist hafa verið einhleyp alla tíð og í manntalinu 1912 er hún titluð húskona að Grettisgötu 38. Eftir þetta kusu konur við hverjar bæjarstjórnarkosn- ingar. I kosningunum árið 1900 stormuðu þær Þorbjörg Sveinsdóttir yfirsetukona og fósturdóttir hennar og frænka, Ólafía Jóhannsdóttir, á kjörstað og kusu einar kvenna.21 Eins og Herdís og Þad hetur því verid nokkur þrekraun fyrir hina 75 ára gömlu Kristinu ad þrauka fundinn og mæta hádstilliti íhaldsamra karla. 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.