Ný saga - 01.01.1988, Síða 59
ur hafa án efa hrifist af máli
Bríetar. Kristín varð þannig
fyrst reykvískra kvenna til að
kjósa.
I þessum bæjarstjórnar-
kosningum, ð.janúar 1888,
skyldi kjósa fjóra bæjarfull-
trúa meðal hinna hærri gjald-
enda og var 161 maður á kjör-
skrá, þar af átta konur. Kjör-
skráin var þannig sett upp að
fyrst komu allir karlmennirn-
ir í stafrófsröð en kvenfólkið
var haft aftast16 og urðu þær
því að bíða allan kjörfundinn
eftir að röðin kæmi að þeim.
Það hefur því verið nokkur
þrekraun fyrir hina 75 ára
gömlu Kristínu að þrauka
fundinn og mæta háðstilliti
íhaldsamra karla. Tvisvar
sinnum átti hún kost á að
kjósa síðar, áður en hún var
öll, en lét það ógert.
Næstu kosningar fóru fram
1890 og voru þá 39 konur á
kjörskrá en 443 karlar. Engin
kona kaus.17 Árið eftir, 1891,
fóru fram bæjarstjórnarkosn-
ingar meðal hinna almennu
kjósenda og nú brá svo við að
tvær ekkjur úr sömu fjöl-
skyldu fóru á kjörstað og hafa
þær sjálfsagt haft styrk hvor af
annarri. Þetta voru þær Her-
dís Benedictsen og Oddný
Smith en þær voru þannig
tengdar að tengdamóðir Odd-
nýjar, Ragnheiður Bogadótt-
ir, var mágkona Herdísar. Þær
tilheyrðu báðar yfirstétt
Reykjavíkur og kusu sömu
mennina í sömu röð og hafa
því komið sér saman um
hverja þær ætluðu að kjósa. I
þessum kosningum voru 488 á
kjörskrá, þar af 32 konur. 167
karlar neyttu atkvæðaréttar
síns.18
Þrisvar sinnum var kosið til
Þær Herdis Benedictsen og Oddný Smith, sem báðar voru úr
sömu fjölskyldu, höfðu samflot á kjörfundinn 1891 enda hefur þurft
kjark til að vóga sér á hinn fjölmenna karlafund. Þá hafði aðeins
Kristín Bjarnadóttir neytt atkvæðisréttar síns áður.
bæjarstjórnar 1892 og 1894 og
þá kaus engin kona og ekki
heldur þær Herdís og Oddný
þó að þær væru báðar á lífi og í
bænum. Það er ekki fyrr en
1903 að Oddný áræddi að
kjósa aftur. Herdís var þá lát-
in.
I bæjarstjórnarkosningum
almennra kjósenda 5.janúar
1897 vóru 594 á kjörskrá, þar
af 45 konur. Alls kusu 317 og
hefur því verið þröng á þingi á
kjörfundi í bæjarþingstof-
unni, sjálfsagt fullt út úr dyr-
um og niður alla ganga. Nú
brá svo við að ein kona kaus
og að þessu sinni var það al-
múgakona, Kristín Jónsdóttir
húskona á Tóttum í Skugga-
hverfi.19 Ekki er vitað hvað rak
Kristínu á hinn fjölmenna
karlafund og lítið er vitað um
þessa konu. Hún var fædd í
Krókskoti í Bessastaðahreppi
1854. I manntalinu 1855 er
hún ein með móður sinni á
Litlabæ í sömu sveit. Um
móður hennar, sem er fráskil-
in, er sagt: „tekur vinnu“.20
Lítið segir svo af Kristínu fyrr
en árið 1893. Þá fluttist hún úr
Njarðvíkum, þar sem hún
hafði verið vinnukona hjá Ás-
birni Ólafssyni, og gerðist
lausakona og síðar húskona í
Reykjavík. Hún virðist hafa
verið einhleyp alla tíð og í
manntalinu 1912 er hún titluð
húskona að Grettisgötu 38.
Eftir þetta kusu konur við
hverjar bæjarstjórnarkosn-
ingar. I kosningunum árið
1900 stormuðu þær Þorbjörg
Sveinsdóttir yfirsetukona og
fósturdóttir hennar og
frænka, Ólafía Jóhannsdóttir,
á kjörstað og kusu einar
kvenna.21 Eins og Herdís og
Þad hetur því verid
nokkur þrekraun fyrir
hina 75 ára gömlu
Kristinu ad þrauka
fundinn og mæta
hádstilliti íhaldsamra
karla.
57