Ný saga - 01.01.1988, Síða 60
Bríet Bjarnhéðinsdóttir var
óþreytandi að hvetja konur til
dáða og líkur benda til þess að
hún hafi staðið fyrir fyrstu
kosningahreyfingu kvenna í
bæjarstjórnarkosningum 1903.
Kannski er þetta
fyrsti vísirinn ad
kosningahreyfingu
kvenna á íslandi.
VÍSIR AÐ
KOSNINGA-
HREYFINGU
KVENNA
Hinn 5.janúar 1903 fóru
fram kosningar í hinum al-
menna flokki og þá birtust sjö
konur á kjörstaö til að kjósa af
53 á kjörskrá." Ein af þeim
var Bríet Bjarnhéðinsdóttir,
sem þá var orðin ekkja og
hafði því öðlast kosningarétt.
Þessar kosningar voru úr-
skurðaðar ógildar vegna
formsgalla og nýjar fóru því
fram 9. febrúar. Nokkrir
flokkadrættir voru nú orðnir í
bæjarstjórnarkosningum þó
að kosningin væri enn
sem fyrr einstaklingsbundin.
Menn gátu kosið hvern þann
karlmann, sem var kjörgeng-
ur, en ekki var um framboð að
ræða eins og síðar varð. Það
var ekki fyrr en 1906 að fyrstu
listakosningarnar fóru fram
og þá varð kosningin einnig
hlutfallsbundin og leynileg.
Arið 1903 voru Reykvík-
ingar farnir að skiptast í
flokka eftir landsmálapólitík
og höfðu þeir flokkadrættir
sín áhrif í bæjarmálum. Blöð-
in birtu óskalista um hverja
ætti að kjósa og ennfremur
var prófkjör í Framfarafélagi
Reykjavíkur, þar sem heima-
stjórnarmenn réðu lögum og
lofum, og var það notað til að
benda mönnum á hverja ætti
að kjósa. Þeir voru alls sjö sem
kjósa átti í bæjarstjórn að
þessu sinni. Sagt var að Isa-
foldarmenn og Framfara-
félagsmenn tækjust á í kosn-
ingunum.23 Fjallkonan, sem
Bríet Bjarnhéðinsdóttir hafði
ritstýrt eftir lát manns hennar
vorið 1902 birti óskalista sem
var keimlíkur ísafoldarlistan-
umý Nú brá svo við að 13
konur komu á kjörstað og
hafði því fjölgað um nær
helming frá því mánuði á und-
an. Virðist Bríet hafa farið á
stúfana því nú komu fram sex
nýjar konur, sem ekki kusu í
janúar, og greiddu atkvæði á
nákvæmlega sama hátt og Brí-
et, kusu sömu sjö menn í
sömu röð. Þar var kom-
inn óskalisti Fjallkonunnar.
Kannski er þetta fyrsti vísir-
inn að kosningahreyfingu
kvenna á íslandi? Konurnar
sex, sem kusu með Bríeti í
bæjarstjórnarkosningum árið
1903, voru Anna Hafliðadótt-
ir, saumakona á Bókhlöðustíg
10, Guðlaug Jensdóttir, sýslu-
mannsekkja í Þingholtsstræti
23, Margrét Guðmundsdótt-
ir, sýslumannsekkja í Suður-
götu 8, Torfhildur Hólm rit-
höfundur, Vigdís Jónsdóttir,
ekkja á Grettisgötu 18 og Vil-
borg Jónsdóttir á Grettis-
götu.2S
Ekki hefur mér tekist að
finna kjörgögn frá bæjar-
stjórnarkosningum 1906 og
verður því ekki fullyrt um
kosningaþátttöku kvenna í
þeim en 1908 rann upp hin
stóra stund fyrir konur í
Reykjavík þá fengu þær
rýmkaðan kosningarétt og
kjörgengi í bæjarstjórn eins og
alþekkt er. Kusu þá alls 345
konur og sérstakur kvenna-
listi kom fjórum konum að í
bæjarstjórn. Ein af þeim var
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Tímabilinu, frá því að
gleymdist að setja konur inn á
kjörskrá í Reykjavík árið 1883
þar til pólitísk vakning varð
meðal kvenna á fyrsta áratug
aldarinnar, má líkja við logn-
kyrran sæ sem er rétt að byrja
að gárast eins og óveður sé að
skella á. Sú sem átti mestan
þátt í að koma undiröldum af
stað og fylgja þeim síðan eftir
var stúlkan sem kom að norð-
an — Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
58