Ný saga - 01.01.1988, Page 63

Ný saga - 01.01.1988, Page 63
Sagnfræðingar hafa oft þurft að fletta upp í ýmsum mannfræðiritum og ættfræði- bókum til að leita að einstök- um atriðum. En fæstir hafa gert rannsóknir þar sem þeir hafa þurft að styðjast að veru- legu leyti við ættfræði eða notað hana sér til flýtisauka, fyrr en á seinustu árum. Hér á eftir verður tekið dæmi af sagnfræðirannsókn sem er býsna fýsileg, en verður naumast gerð án meiri eða minni hjálpar ættfræðinnar. HREYFING FÓLKS MILLI STÉTTA: KENNINGAR OG RANNSÓKNAR- AÐFERÐIR Félagslegur hreyfanleiki í íslensku samfélagi, hvort heldur á seinni tímum eða fyrr átíð , erforvitnilegt rannsókn- arefni. Hér er þá átt við mögu- leika manna til að færast upp fyrir eða niður fyrir fæðingar- stétt sína, hitt þykir ekki sýna félagslegan hreyfanleika þegar menn halda einungis sinni fæðingarstétt. Þetta efni hefur hins vegar verið sáralítið at- hugað svo ekki sé meira sagt. Menn hafa látið sér nægja meira og minna almennar ályktanir af því sem þeim hef- ur virst en ekki stuðst við neinar rannsóknir. Gísli Gunnarsson hagsögu- fræðingur hefur gert tilraun til að búa til líkan af félagslegum eða stéttarlegum hreyfanleika í íslenska samfélaginu áður en það tók að breytast, þ.e.a.s. miðaldasamfélaginu.5 í sem stystu máli felst líkan hans og kenning í því að þegar litið sé yfir nokkrar kynslóðir hverja fram af annarri megi sjá fé- lagslega stiglækkun eða stétt- arlega lækkun (social downgrading) meðal niðj- anna. Astæðan er sú að hæstu/ efstu stéttirnar áttu fleiri börn en rúmuðust í þeirri sömu stétt í næstu kynslóð og þá lækkaði stéttarstaða eða fé- lagsstaða þeirra sem ekki komust fyrir í sinni fæðingar- stétt. Þetta þrýsti aftur hluta af börnum næstu stéttar fyrir neðan niður fyrir þeirra stétt. Gísli kemst svo að orði um þetta: Að meðaltali átti sennilega fátækur leiguliði í bænda- stétt eins mörg börn og ríkur landeigandi, en vegna jarðnæðisþrengslanna ýttu börn þess síðarnefnda börnum þess fyrrnefnda niður stéttapýramídann þannig að tiltölulega mörg börn fátæka bóndans höfnuðu í ófrjálsu einlífi/’ Gísli segir að þetta gildi fyrst og fremst um tímann fyrir 1830. Þótt erfitt sé að festa þessi mörk nákvæmlega má rökstyðja það með því að fyrir þann tíma höfðu engar breytingar svo að segja orðið í margar aldir. En á næstu ára- tugum fóru breytingar að ger- ast sem mörkuðu upphaf nýrra tíma. Meðan íslenska bændasam- félagið hélt sæmilega velli, fram yfir miðja 19. öld, þá gat félagslegur hreyfanleiki upp á við ekki aukist nema með auðveldari aðgangi að jarð- næði. Það gerði stofnun fjölskyldu/heimilis um leið mögulega.7 Athuganir sýna að margbýli varð algengara og fleiri jarðir komust í ábúð (einkum heiðarbýlabyggðin) á Norður- og Norðaustur- landi um miðbik aldarinnar.8 Samkvæmt því virðist mega draga þá ályktun að félagsleg- ur hreyfanleiki upp á við hafi verið nokkur í þessum lands- hlutum um og fyrir miðja öld- ina. Jafnvel má láta sér detta í hug að hann hafi verið meiri þar en sums staðar á landinu Þessi börn ólust upp í „gamla samfélaginu". Hvernig ætli þau hafi spjarad sig íþví„nýja"? Saga íslands verdur að sjálfsögðu ekki sögd með ættfræðinni, á sama hátt og hagsaga íslands verður ekki skrifuð eingöngu með töflum og talnaröðum og án orða. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.