Ný saga - 01.01.1988, Síða 69
HIÐ DAGLEGA LIF,
HVUNNDAGSSAGAN, SEM VIÐ
LEITUM FYRST OG FREMST EFTIR.“
Rætt við Árna Björnsson þjóðháttafræðing
Þjóðháttadeild Þjóðminja-
safns íslands var formlega
stofnuð á eitthundrað ára af-
mæli safnsins árið 1963. Hún
er því 25 ára í ár. Hvað get-
urðu sagt okkur um upphaf
þjóðháttadeildarinnar?
Þetta var nokkurs konar
gjöf ríkisstjórnarinnar til
safnsins á hundrað ára afmæl-
inu. Sú gjöf þýddi í rauninni
einn starfsmann. Það var þó
byrjað að senda út spurninga-
skrár áður, strax 1959/60, að
vísu lítillega í upphafi. Það
voru þeir Kristján Eldjárn og
ÞórðurTómasson sem sömdu
þessar fyrstu spurningaskrár
og sendu út. Þeir sendu
skrárnar til fróðleiksmanna
sem þeir þekktu báðir vegna
mikilla kynna af fólki víðs-
vegar um landið. Ég er nú ekki
alveg frá því að kveikjan að
þessu hafi verið sú að árið
1958 lagði Páll Þorsteinsson
alþingismaður á Hnappavöll-
um fram tillögu á Alþingi um
að láta rita það sem hann kall-
aði þjóðháttasögu Islands.
Þetta er til í þingskjali. Nú veit
ég ekki nákvæmlega hvernig
þetta gekk fyrir sig en ég þyk-
ist vita að þjóðminjavörður,
Kristján Eldjárn, hafi verið
kallaður til að gefa umsögn
um þingmálið og hann hafi
náttúrulega séð að það var
ekki einfalt mál að fara að
skrifa þjóðháttasögu Islands.
Ekki nægði að ráða bara mann
til þess í nokkur ár! Kristján
fór að hugsa um þetta og út úr
Þaö kom fyrir að
menn hefdu á
Þjódminjasafninu
hluti, brúkshluti, t.d.
frá árabátaöidinni
sem þeir vissu lítið
um.
því kom tvennt. í fyrsta lagi
byrjaði hann að senda út
spurningaskrár og annað hitt
að Lúðvík Kristjánsson kom
smám saman inn á vegum
safnsins og endaði hér sem
starfsmaður. Þetta er upphaf-
ið. Lengst af hefur aðeins einn
maður sinnt þessu. Fyrst var
það Þór Magnússon, síðan ég
og það var ekki fyrr en árið
1986 sem annar fastur starfs-
maður kom til, Hallgerður
Gísladóttir. Hún var þó búin
að vera lausráðin í hálfu og
heilu starfi í nokkur ár.
VERKEFNI
ÍSLENSKRA FRÆÐA
Hver hafa meginverkefnin
verið?
Það sá auðvitað hver maður
sem fór að hugsa um það að í
þessum hröðu breytingum á
okkar öld, svo miklu hrað-
stígari en áður, gleymdust
hlutir og vinnubrögð óðfluga.
Það kom fyrir að menn hefðu
á Þjóðminjasafninu hluti,
brúkshluti, t.d. frá árabáta-
öldinni sem þeir vissu lítið
um. Menn höfðu gripina,
vissu hvað þeir hétu en vissu
ekki hvernig haldið hafði
verið á þeim, hvernig þeir
höfðu verið notaðir. Smám
saman rann þetta upp fyrir
mönnum, t.d. hélt Jón Helga-
son prófessor fyrirlestur um
verkefni íslenskra fræða alveg
í stríðslok. Þar tekur hann
þetta sérstaklega fyrir og telur
að þetta sé með því allra brýn-
asta sem þurfi að gera. Þetta er
þegar árið 1945.
Það sem þeir byrjuðu á,
fyrst Kristján Eldjárn og
Þórður Tómasson, síðan Þór
og loks ég, var gamla bænda-
samfélagið, gamli landbúnað-
urinn, af því að maður sá af
þessari gífurlegu fólksfækkun
í sveitum og vélvæðingu land-
búnaðarins, að það fólk hlaut
smám saman að hrynja niður
sem vissi hvernig átti að með-
höndla gömul amboð. Þannig
að fyrstu áratugina var aðal-
áherslan lögð á landbúnaðinn.
Að sumu leyti stafaði það af
því að allir þeir sem fyrst unnu
við þetta voru upprunnir úr
sveit og vissu frekar um hvað
átti að spyrja. Síðan var það
um 1980 sem okkur fór að
verða ljósara en áður að það
voru líka til þjóðhættir í kaup-
stöðum og þorpum og ekki
minna um vert. Þá hófst dálít-
ið átak í því að semja spurn-
ingalista og senda út til fólks
sem var fætt og uppalið í
kaupstöðum. Það eru út
komnar fimm slíkar skrár á
þessum áratug.
Var ekki mikið málað finna
úthverjir voru fæddir og upp-
aldir í kaupstöðum?
Jú, það var töluvert tækni-
legt mál. Það er hægt að finna
þetta út hjá hagstofunm. Ann-
ars fór maður ýmsar aðrar
leiðir. Aðalspurningin er ef til
vill þessi: Hvcrnig finnur
maður yfirleitt heimildar-
menn? Þetta byrjaði á því að
þeir Kristján og Þórður sendu
mönnum sem þeir þekktu
L
67