Ný saga - 01.01.1988, Síða 70

Ný saga - 01.01.1988, Síða 70
 persónulega. Þegar þeir menn fóru að týna tölunni, eins og gerist auðvitað, þá var spurn- ingin hvernig á maður að ná í nýja menn. Eitt af því fyrsta sem ég þurfti að gera þegar ég byrjaði hér var að afla nýrra heimildarmanna og þá vissi maður ekki almennilega hvernig átti að fara að þessu. Þá var áherslan ennþá á lands- byggðinni og ég fór á sumrin út um sveitir og byrjaði á því að heimsækja þann heimildar- mann sem var á spjaldskrá frá gamalli tíð og lét hann segja mér hvar ég gæti reynt að tala við aðra menn og þannig gekk þetta koll af kolli. Smám sam- an stoppaði maður í götin sem komin voru. En þetta var ans- ans ári tafsöm aðferð en mjög skemmtileg og mannbætandi. Svo fórum við út í það, sér- staklega núna eftir að þetta nýja átak kom í sambandi við þéttbýlið, að við sendum öll- um verkalýðsfélögum bréf og báðum þau að benda okkur á fólk í kaupstöðum. Sömuleið- is sendum við öllum kvenfé- lögum á landinu bréf og báð- um þau að benda á fólk sem hugsanlega væri tilbúið að gerast heimildarmenn og væri uppalið á viðkomandi stað. Við vitum af mörgu fólki sem kallar sig t.d. Reykvíkinga, en er e.t.v. fætt annars staðar. Það kemur kannski sem barn til Reykjavíkur og þá er fyrsta spurningin um viðbrigðin að koma úr sveitinni í kaupstað- inn sem barn. Hverju er safnað, við hvað er miðað þegar spurninga- skrárnar eru samdar og hvaða forsendur gefíð þið ykkur? Skjótt frá að segja reynum við að fara út í smáatriðin. Það er það sem okkur finnst yf<r- leitt vanta, einmitt smáatriðin. Við reynum að finna smá- drættina í lífi og sögu fólksins en ekki stóru drættina. Við er- um ekki að hugsa um lög og tilskipanir, eða hina stjórnar- farslegu sögu og ekki hina flokkapólitísku sögu heldur hina einu sönnu pólitísku sögu, sem er jú bara sagan um baráttuna um skiptingu þjóð- arteknanna. Það má segja að hún komi þarna óbeinlínis í ljós. Við reynum að fara út í hvert smáatriði varðandi dag- legt líf. Það er hið daglega líf, hvunndagssagan, sem við leit- um fyrst og frcmst eftir. Við lendum auðvitað í því æ og aftur að fólk segir eins og fröken Hnallþóra: „Það hefur aldrei neitt komið fyrir mig.“ Þetta er fyrsti múrinn sem þarf að brjóta niður hjá heim- ildarmönnum, að benda þeim á að það hafi eitthvað komið fyrir þá eins og alla aðra. Bráðum sitji þetta fólk uppi með einstæða vitneskju ein- faldlega vegna þess að það er orðið þetta gamalt. Mér liggur við að segja að við viljum fá upplýsingar um vinnubrögð og venjur í millimetramáli. BJÖRGUNARSTARF Þið miðið við eldra fólk og skrárnar ná til tímans fyrir ár- ið 1940. Eruð þið að vinna björgunarstarf? Hafíð þið áhuga á tímanum eftir 1940? Eða eruð þið bara of fá til þess að fást við þann tíma? Við erum alveg tvímæla- laust að vinna björgunarstarf og við höfum ekki síður áhuga á árunum eftir en fyrir 1940. Við bönnum engum að segja frá tímanum eftir 1940. Eg held að þegar byrjað var á þessu fyrir nær þrjátíu árum hafi menn miðað við fyrra stríð. Þá fannst þeim að það væri gamli tíminn, frá um 1880 til fyrra stríðs. Þegar ég og Þór Magnússon vorum komnir til sögunnar þá hugsuðum við svona til ca 1930. Þá væri tæknibylting landbúnaðarins að byrja. Nú er maður farinn að miða við upphaf seinna stríðs, þá miklu byltingu sem verður um 1940. Þetta stafar náttúrlega aðallega af því að maður ræður ekki við of mik- ið í einu. Þess vegna er það að við leggjum áherslu á þetta tímabil en það er tekið fram í spurningaskránum að fólk megi segja meira og yfirleitt hvetur maður fólk til að segja sem allra mest. Vaða elginn. Eitt af því sem maður lendir í er blessaður Islcndingasagna- stíllinn. Fólk er alltaf að reyna að hafa knappann stíl, góðan stíl, mæla þarft eða þegja, að vera ekki að segja neina þarf- leysu. Við reynum að fá fólk til þess að vaða elginn vegna þess að maður veit aldrei hvað Eitt af því fyrsta sem ég þurfti ad gera þegar ég byrjaði hér var að afla nýrra heimildarmanna og þá vissi maður ekki almennilega hvernig átti að fara að þessu. Við reynum að fara út f hvert smáatriði varðandi daglegt itf. : 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.