Ný saga - 01.01.1988, Síða 74

Ný saga - 01.01.1988, Síða 74
Kaupstadir á íslandi eru náttúriega alveg hefðarlausir. ur svo svolítið aðrar, og svo vantar alla þessa hefð. Kaupstaðir á Islandi eru nátt- úrlega alveg hefðarlausir. SPURNINGAR OG SVÖR Verður þetta ekki ennþá erfiðara í framtíðinni þegar þið þurfið að fara að ná til þéttbýlisbúa, Reykjavíkur- búa, sem eru fæddir hér og uppaldir, alvöru Reykjavík- urbarna? Jú, jú, við höfum strax orð- ið vör við það í því sem við höfum verið að gera á þessum áratug, að það er miklu erfið- ara að fá fólk til hér í þéttbýl- inu. Þess vegna náum við ekki nærri því eins góðu hlutfalli og annars staðar. Nú held ég að vísu að það sé misskilning- ur sem maður heyrir oft gasprað um í hátíðarstemmn- ingu að allir Islendingar hafi verið skrifandi gegnum ald- irnar. Ég held að það hafi aldrei verið nema svo sem fimmtungur af fólkinu sem virkilega gerði þetta en við sjáum ekki afraksturinn eftir aðra. Það er því í sjálfu sér ekkert skrýtið þó maður rekist á fólk sem er ófúst til að skrifa en fúst til að tala. Ég held að þetta muni koma fram í því að það þarf að leggja meiri áherslu á hið munnlega sam- band, þótt mér finnist það ekki heppilegt. Ég vil að fólk geti skrifað. Ég hef lengi verið að berjast fyrir því sem ég nefndi hér áð- an, að við værum fleiri svo einhver gæti farið og spurt það fólk sem af einhverjum ástæðum fæst ekki til að svara skriflega. Það getur verið af ýmsum ástæðum, sjóndepru, handskjálfta eða bara að fólk fær sig ekki til þess. Það getur verið átak fyrir fólk að skrifa sendibréf hvað þá meira, þannig að það fólk lá eins og óbætt hjá garði sem hafði frá ýmsu að segja en gat ekki skrifað það. Það var alveg sama hvað maður þýfgaði menntamála- ráðuneytið oft um þetta. Þá var verið að skapa fordæmi. En svo á ári aldraðra sló þess- ari ágætu hugmynd niður að leita til Heilbrigðisráðuneyt- isins, út frá heilbrigðissjónar- miði eða kannski sálþerapísku sjónarmiði: að tala við fólk á dvalarheimilum aldraðra. Og það tókst sem sagt að fá styrk sem nam einum árslaunum stúdents frá Framkvæmda- sjóði aldraðra til að gera þetta og seinna frá heilbrigðisráðu- neytinu, sem nam svo sem tvennum ársverkum stúdents. Þetta gekk í fimm ár, og það þýddi að við gátum sent fólk inn á næstum hvert einasta dvalarheimili aldraðra á land- inu. Og það kom í ljós að u.þ.b. helmingur af þessum vistmönnum var líkamlega fær til þess að svara og af þeim var u.þ.b. helmingurinn sem var virkilega fús til að láta tala við sig og hafði reyndar gam- an af því eða fjórðungur allra vistmanna. Ut úr þessu kom mjög mikið sem við hefðum aldrei fengið annars. Þá er spurningin þessi, hvort það hafi áhrif hver spyr. Ja, ég er alveg viss um að það skiptir máli hvernig er spurt, ekki kannski endilega hver spyr. Það á ekki að koma fram eins og fjölmiðlafólk gerir, sko, það eru svona fjölmiðla- gæjar sem þurfa að gera allt í logandi hvelli, þeir eru eins og hálfgerðir skelfar á margt af gamla fólkinu. Fólk sem hefur farið í þetta á okkar vegum, sem aðallega hafa verið stúd- entar í sagnfræði eða félags- fræði, það hefur fengið vissa leiðbeiningu hjá okkur, áður en það leggur af stað, hvernig eigi að haga sér, af ákveðinni natni og nærgætni. En auðvit- að er það þannig að sumir eru þannig í eðli sínu, að þcir komast betur inn á fólk en aðrir og það er ekki hægt að kenna. Hvernig er það ef spyrj- endurfara út fyrir spurninga- skrárnar og velja út ákveðnar spurningar? Er þá verið að eyðileggja vísindalegt gildi rannsóknarinnar? Nei, nei, alls ekki, ekki frá okkar sjónarmiði. Mér finnst ég aðeins verða var við það hjá ykkur og fleirum að svona staðlaðar spurningar og svör skipti miklu máli. En frá okk- ar sjónarmiði er það alls ekki, og við viljum láta fólk vaða elginn sem allra mest og út fyrir alla bakka. Það er nú eitt vandamálið sem við lendum oft í, það er fólk sem er í raun mjög samviskusamt og vill gera allt vel, þetta eru nokkurs konar perfeksjónistar. Og ef það er ein spurning, sem það X i. * 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.