Ný saga - 01.01.1988, Side 85

Ný saga - 01.01.1988, Side 85
ÁST OG HJÓNABAND Á FYRRI ÖLDUM föður en prest. Enda lík- lega gjört sér vonir um að verða sjálf prestskona með tímanum, sem þó aldrei rættist sem betur fór. En alveg er eg viss um það, að hefði faðir minn óskað, að fengnu samþykki Þuríðar, þá mundi móðir mín hafa reynt eins og fyr að útvega föður að barninu. Og eg tel mjög líklegt að hún hefði fengið annan hvorn piltinn á heimilinu til þess, því hún var bæði elskuð og virt af öllu fólki sínu nema Þu- ríði, og allir skildu aðstöðu hennar mjög svo vel og höfðu samúð með henni.26 Magnús getur ekki um það í endurminningum sínum hvort það hafi verið forsenda faðernisviðurkenningarinnar að reynt væri að útvega við- komandi jörð til ábúðar, en líklegt má telja að svo hafi verið eins og einatt þegar svip- að stóð á. Hitt er víst að önnur atriði en „rómantísk ást“ réðu slíkum faðernisviðurkenning- um og bústofnun þegar hún fylgdi í kjölfarið. I nokkrum íslenskum ævi- sögum er að finna frásagnir þar sem það er sagt fullum fet- um að ást hafi ekki ráðið því að viðkomandi gekk í hjóna- band. Sr. Matthías Jochums- son segir þannig frá fyrsta hjúskap sínum: Þótt mér sé óljúft að minn- ast þess, get ég ekki sann- leikans vegna annað en ját- að, að þessi mín tvö hjú- skaparár voru mér all- erfið. Hafði Elín sáluga áður fengið skæðan heilsu- brest (apoplexí) og aldrei til fulls rétt við, og fyrir þá sök, gekk ég af drengskap fremur en vilja út í það að eiga hana.27 Eftir lát Elínar kvæntist Matthías á ný og segir þannig frá tildrögum þess: Sumarið 1869 reið ég vest- ur að Stað á Reykjanesi og bað Ingveldar dóttur Olafs E. Johnsens prófasts. Tók hann því vel, en hún sjálf heldur fálega, en þó lofuð- umst við og skyldum við halda brúðkaupið að Stað næsta sumar;28 Ingveldur lifði aðeins skamma hríð eftir brúðkaup þeirra og kvæntist sr. Matt- hías þriðja sinni 1875 og segist í minningum sínum ekki vilja fjölyrða um sambúð okkar, því að um einkamál er vandi að rita og mér eflaust ofvaxið. Er það skoðun mín, að með henni hafi ég hlotið þá konu, sem mér og börnum okkar — alls ellefu — varð fyrir beztu. Eru og nógir aðrir til um hana að rita, einkum um það, hver framúrskarandi móðir hún hefur verið.29 Ljóst er af frásögn sr. Matt- híasar að til tveggja fyrri hjónabanda hans var ekki stofnað sakir gagnkvæmrar „rómantískrar ástar“ í þeirri merkingu sem Lawrence Stone ræðir um. I Dœgradvöl Benedikts Gröndals er að finna tvö næsta ólík dæmi um samband hans við konur. Hið fyrra er til vitnis um trúlofun án „ást- ar“ (a.m.k. af hálfu stúlkunn- ar), en hið síðara um hjúskap- arstofnun grundvallaða á rómantískri ást við fyrstu sýn (sem mætti opinberri and- stöðu margra Islendinga í Höfn). Um trúlofun sína segir hann: Þá var ég trúlofaður G., og hafði hún gert það hálf- nauðug, því bæði hafði ég enga útsjón til neinnar stöðu, og svo þótti henni alltaf betra að vera laus og liðug.30 Um fyrstu kynni sín af konu sinni segir hann hins Þegar þessar stúlkur voru festar á mynd var áhrifa gagngerðra breytinga í atvinnu- og búsetuháttum tekið að gæta hér á landi. í kjölfar þeirra breytinga virðist hin rómantíska ást hafa rutt sér til rúms á íslandi sem grundvöllur hjúskapar- myndunar. Sundkonurnar hafa því líklega búið við önnur skilyrði í þeim efnum en formæður þeirra. 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.