Ný saga - 01.01.1988, Side 94
Kvikmyndir munu án
efa eiga eftir að
nýtast sem heimildir
við rannsókn á
atvinnusögu
iandsins, fétaga- og
samtakasögu,
samgöngusögu...
hefur verið að koma danska
krónprinsins hingað til lands
árið 1938 hafi verið kvik-
mynduð en sú filma hefur
ekki komið í leitirnar enn sem
komið er.
EMBÆTTI
FORSETA ÍSLANDS
Embætti forseta Islands
hefur verið kvikmyndað frá
upphafi. Mikið verk er t.d.
óunnið í sambandi við afritun
og úrvinnslu kvikmynda Vig-
fúsar Sigurgeirssonar af fyrstu
tveimur forsetum landsins.
Pað er íhugunarefni að sjón-
varpið, sem nú hefur tekið við
því hlutverki að fylgjast með
embættisverkum forsetaemb-
ættisins tekur allt sitt efni
upp á myndbönd, sem mikil
óvissa er um hvernig muni
varðveitast í framtíðinni. For-
gengileiki myndbanda er
reyndar mikið áhyggjuefni,
sem ekki gefst tóm til að fjalla
um í þessari grein.
Myndir af ýmsum þekktum
Islendingum, sem mótað hafa
ýmsa þætti sögunnar eru til á
víð og dreif og ekki öll kurl
komin til grafar í þeim efnum.
AÐRIR ATBURÐIR
OG EFNISFLOKKAR
íslenski kvikmyndaarfur-
inn nær að sjálfsögðu til fleiri
atburða sögunnar en þjóðhá-
tíða og konungskoma. Minna
má á kvikmyndir af hernám-
inu, óeirðunum við Alþingis-
húsið 1949, opnun Þjóðleik-
hússins 1950, Menntaskólan-
um í Reykjavík 100 ára o.fl.
o.fl.
Kvikmyndir munu án efa
eiga eftir að nýtast sem heim-
ildir við rannsókn á atvinnu-
sögu landsins, félaga- og sam-
takasögu, samgöngusögu, þar
sem fjallað yrði um vegakerfi,
hesta, bíla, flug og skip og
héraðssögu. Ennfremur
munu þær nýtast við rann-
sókn á tíðaranda, aldarfari,
þjóðháttum og líka jarðsögu
(Heklugos, Surtseyjargos,
Oskjugos og Heimaeyjargos,
Kröflueldar o.fl.) svo dæmi
séu tekin.
Þá getur gerð tiltekinnar
kvikmyndar verið áhugavert
rannsóknarefni í sjálfu sér.
Kvikmyndir úr íslandsleið-
angri Þjóðverjans Paul Burk-
ert frá miðjum fjórða áratugn-
um (Kulturfilme) eru dæmi
um slíkar myndir.2
í síðasta þætti hér í blaðinu
var rætt um það að lesa ljós-
mynd. Þetta á ekki síður við
um heimildarkvikmyndir og
jafnvel leiknar myndir líka. I
kvikmynd um þjóðhátíð eða
heimsókn Danakonungs á
þriðja áratug aldarinnar má
t.d. sjá margt forvitnilegt um-
fram meginefni myndarinnar,
t.d. varðandi bílakost lands-
manna, þjóðvegi, Reykjavík-
urhöfn, skip, flugvélar,
klæðaburð, veðurfar, íþróttir,
persónur o.s.frv. Einnig er
möguleiki á að meðhöndla
kvikmyndina, sem safn ljós-
mynda, með því að afrita einn
og einn myndramma út úr
kvikmyndinni til frekari at-
hugunar.
Talsvert hefur verið gert af
því t.d. í Finnlandi að beina
athygli sagnfræðinga að þeim
möguleikum, sem rannsókn
kvikmynda býður upp á, þótt
algengara sé að þeir, sem fást
við rannsókn á kvikmynda-
Þingmannaförin 1906 var fyrsta lifandi myndin sem
Kvikmyndasafni íslands áskotnaðist. Marga dreymir um að nota
myndramma úr gömlum kvikmyndum sem myndefni en það er
ýmsum vandkvæðum háð hér á landi sökum tækjaskorts og
aðstöðuleysis. í þessum myndramma sjást m.a. Hannes Hafstein
ráðherra og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í Tivolf í
Kaupmannahöfn.
92