Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 95
sögu, leiti til kvikmyndasafn-
anna. I Finnlandi hefur það
vafalaust haft sín áhrif að for-
stöðumaður Finnska kvik-
myndasafnsins er einmitt
þjóðháttafræðingur að mennt
og hefur ýtt undir þessa þró-
un.
Nú er algengast að sóst sé
eftir að nýta gamlar heimild-
arkvikmyndir í aðrar heimild-
arkvikmyndir og sögulegar
sjónvarpsdagskrár, þar sem
hinum ýmsu fræðimönnum
gefst kostur á að véla um efn-
ið. I þeim efnum er margs að
gæta.
HEIMILDAR-
KVIKMYND
HEIMILD í
HEIMILDAR-
KVIKMYND
Sá miðill, sem hentar best
við umfjöllun heimilda í lif-
andi myndum er heimildar-
kvikmynd eða sjónvarp. Af
framansögðu er Ijóst að sá,
sem ætlar að fjalla um tiltekið
mál í heimildarkvikmynd eða
sjónvarpsdagskrá, getur þurft
að leita í mörgum myndheim-
ildum mjög víða og oft í
kvikmyndum, sem við fyrstu
sýn virðast ekki varða við-
fangsefnið með neinum hætti.
Af þessum sökum reynir al-
veg sérstaklega á skrásetningu
kvikmynda, eigi heimildar-
myndaarfurinn að koma að
tilætluðum notum. Þar er
mikið verk ennþá óunnið.
Auk þess fylgir notkun
myndefnisins umtalsverður
kostnaður vegna afritunar og
þarf efnið þá jafnframt að vera
afritunarhæft en þar skortir
enn mikið á að fullnægjandi
sé. Oftast verður að fara þá
leið að nýta myndefnið bæði
beint og óbeint. Við gætum
hugsað okkur lítið dæmi, þar
sem um það væri að ræða að
nýta stuttan kafla innan úr Is-
landskvikmynd af breiðslu
saltfisks frá árunum á milji
stríða. Bein notkun kæmi
fram í kvikmynd, sem fjallaði
um þróun saltfiskverkunar og
fengist einkum við að rann-
saka sögu ákveðins fiskverk-
anda eða mismunandi vinnu-
brögð, t.d. eftir landshlutum
og á tilteknu tímabili. I slíku
tilfelli félli myndefnið úr ís-
landskvikmyndinni og texti
myndarinnar, sem verið er að
búa til, í faðma. Sama efni væri
einnig hægt að nýta óbeint
undir almennum texta, t.d.
um þróun saltfiskverslunar
á kreppuárunum, þ.e. frá
því tímabili, sem heimildar-
kvikmyndirnar væru frá. I
slíku tilfelli væri myndin nán-
ast myndskreyting við text-
ann. Ymsir möguleikar eru
fyrir hendi í því að steypa
saman myndefni úr mörgum
kvikmyndum í eina samfellda
heild og skapa þannig sem
fyllsta mynd af tilteknu ferli.
Margt fleira kemur til, sem
hér yrði of langt mál upp að
telja.
KVIKMYNDASAFN
ÍSLANDS OG
FRAMTÍÐIN
Af ofansögðu má ljóst vera
hversu umfangsmikið og mik-
ilvægt verkefni bíður Kvik-
myndasafns íslands á næstu
árum eigi það að geta staðið
undir þeim kröfum, sem til
þess verða gerðar. Það er því
Framlag kvikmyndahúsanna til menningar- og félagslífs á Islandi
er stórt. Um land allt hefur fólk þyrpst í bíó til að sjá eftirlætishetjur
sínar á hvíta tjaldinu. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar jókst
bíósókn gífurlega og vafalaust má rekja dálæti þorra íslendinga á
engilsaxneskum kvikmyndum til þess tíma. Hér sést hermaður
virða fyrir sér útstillingu Hafnarfjarðarbíós (Árnabíós) árið 1942.
93