Ný saga - 01.01.1988, Page 97
„VIÐREISNARSTJÓRNIN“
Ríkisstjórnir eru vin-
sælt umræðuefni
fólks og fjölmiðla.
Menn spá í hvernig þær standa
sig, hvort aðgerðir þeirra séu
réttlátar eða ranglátar,
skynsamlegar eða vanhugsað-
ar, hvort einn ráðherrann sé
betri en annar, hvort ríkis-
stjórnin í dag sé betri en sú
sem hélt um stjórnartaumana í
gær. Stjórnir er vegnar og
metnar og fjölmiðlar kynda
duglega undir umræðunni.
Það er vitaskuld eðlilegt að al-
menningur fylgist með að-
gerðum eða aðgerðarleysi rík-
isstjórna og hafi skoðun á
þeim enda geta gjörðir stjórn-
valda skipt sköpum um líf og
kjör fólks. í hita augnabliks-
ins eru oft felldir dómar um þá
sem verma valdastólana en
þegar fram líða stundir geta
viðhorfin breyst. Ríkisstjórn
sem þótti góð getur orðið
sæmileg eða slök og hin sem
þótti vart standa sig í stykkinu
hlotið uppreisn æru. Allt fer
þetta eftir mælistikunni sem
notuð er en hún breytist iðu-
lega í tímans rás. Menn sjá rík-
isstjórnir gjarnan í öðru ljósi
þegar nokkur ár eða áratugir
eru liðnir frá því að þær sátu
að völdum.
Frá því að lýðveldi var
stofnað á íslandi árið 1944
hafa tiltölulega fáar ríkis-
stjórnir lifað heilt kjörtímabil.
Ein ríkisstjórn sker sig þó
verulega úr, „ Viðreisnar-
stjórnin“ svokallaða, en hún
var mynduð síðla árs 1959 og
sat fram á mitt ár 1971, eða
þrjú kjörtímabil, tæp tólf ár.
Engin ríkisstjórn hefur setið
svo lengi að völdum samfleytt
og hún hélt meirihluta sínum
á Alþingi í tvennum kosning-
um, árin 1963 og 1967. Það
voru Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur sem stóðu að
stjórninni en forsætisráðherr-
ar hennar komu úr síðar-
nefnda flokknum. „Viðreisn-
arstjórnin" var umdeild á
sinni tíð og á síðari árum hefur
hana einnig oft borið á góma.
Vitnað hefur verið til efna-
hagsaðgerðanna sem hún stóð
að árið 1960 og ýmsar stofn-
anir, sjóðir og embætti í ís-
lensku samfélagi eiga ætt sína
að rekja til stjórnartíma henn-
ar, einnig stóriðjufram-
kvæmdir, innganga íslend-
inga í Fríverslunarbandalag
Evrópu og ýmis stórvirk laga-
setning svo fátt eitt sé nefnt.
„Viðreisnarstjórnin" hefur
verið umtöluð stjórn og fyrir
Alþingiskosningarnar 1983 og
1987 veltu ýmsir vöngum yfir
hvort tækist að endurreisa
þetta „stjórnarmynstur".
Ný saga hefur fengið þrjá
kunna fræðimenn til þess að
skiptast á skoðunum um þessa
ríkisstjórn og stjórnartímabil
hennar en þeir eru Gísli
Gunnarsson hagsögufræðing-
ur, Stefán Ólafsson félags-
fræðingur og Hannes Hólm-
steinn Gissurarson stjórn-
málafræðingur.
„ viuitíisnarsijornin var mynauo / arsiok W59 og slgldi þjóðarskútunni íþrjú kjörtfmabil eða lengur ei
nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins enn sem komið er. Nokkur mannaskipti urðu fstjórninni é
valdatfma hennar en þessi mynd var tekin við upphaf feriis hennar.
95