Ný saga - 01.01.1988, Síða 98
Gísli Gunnarsson
VIÐREISNARSTJÓRNIN, — HUGMYNDIR OG
VERULEIKI.
Þessi fasta
gengisstefna var i
samræmi við
alþjóðlega stefnu I
gengismálum á
þessum tíma...
4
Skiptar skoðanir eru og
hafa verið um vibreisn-
arstjórnina 1959— 1971
og þar með einnig arftaka
hennar, vinstri stjórnina
1971—1974. Þessum ríkis-
stjórnum var það báðum sam-
eiginlegt að þær breyttu
nokkuð um stefnu í efnahags-
málum frá því sem áður var.
Viðreisnarstjórnin stefndi að
auknu frjálsræði í viðskipta-
og atvinnumálum en vinstri
stjórnin hafði það fyrir meg-
inmarkmið að ríkisvaldið
beitti sér fyrir nýframkvæmd-
um til eflingar sjávarútvegi og
byggð í landinu.
Segja má að fólk hafi til-
hneigingu til að sjá báðar
þessar ríkisstjórnir ýmist sem
draumsýn um fyrirmyndar-
stjórnina eða dæmi um víti til
að varast. Fylgismenn við-
reisnarstjórnarinnar telja þá
yfirleitt vinstri stjórnina hafa
verið meiri háttar óhapp fyrir
íslensku þjóðina meðan fylg-
ismenn vinstri stjórnarinnar
eru vægast sagt neikvæðir í
umfjöllun sinni um viðreisn-
ina. Skiptingin í þessa tvo
hópa fer nokkuð eftir flokks-
línum; Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur mynduðu
viðreisnarstjórnina en Al-
þýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkur mynduðu
vinstri stjórnina. En afstaðan
til umskiptanna 1971 fer einn-
ig eftir forgangsröð hvers og
eins um æskileg efnahags-
markmið. Hver er afstaðan til
ríkisafskipta af efnahagsmál-
um, til byggðastefnu, til mik-
ilvægis þess að berjast um-
fram allt gegn verðbólgu?
Eins og rakið verður hér á
eftir kom Viðreisnarstjórnin
einkum með nýjungar á fyrsta
hluta starfsferils síns. Hverjar
voru þœr*
SJÁVARÚTVEGUR
Ríkisstjórnir 6. áratugarins
höfðu komið á viðamiklu
millifærslukerfi í sjávarútveg-
inum. Gengi krónunnar var
haldið föstu eftir miklar geng-
islækkanir árið 1950. Þessi
fasta gengisstefna var í sam-
ræmi við alþjóðlega stefnu í
gengismálum á þessum tíma,
sem gekk út á það að ekkert
einstakt land mátti breyta
gengi sínu án samráðs við
önnur lönd í Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum. Þar sem verð-
bólga á Islandi var þá meiri en
í helstu viðskiptalöndunum
hefði án efa fengist leyfi til
gengislækkunar þegar um
miðjan áratuginn, en hræðsla
við verðbólguáhrif gengis-
lækkunar gerði það að verk-
um að í hana var ekki ráðist. í
staðinn var það ráð tekið að
setja sérstakan skatt á inn-
flutningsvörur, einkum svo-
nefndar „munaðarvörur", og
skattféð var síðan notað til að
greiða niður útflutningsvörur
í sjávarútvegi.
Viðreisnarstjórnin hætti við
millifærslukerfið og Lekkaði í
staðinn gengi krónunnar um
34%.
KJARAMÁL
Til að hindra að hækkað
verðlag, sem kom í kjölfar
gengislækkunarinnar, hefði í
för með sér hækkað kaup-
gjald, var vísitölubinding
launa afnumin, en hún hafði
verið við lýði allt frá stríðsár-
unum. Til að bæta láglauna-
fólki upp tekjumissinn voru
barnabætur hækkaðar og
einnig voru skattleysismörk
tekjuskatts hækkuð og var til-
.ýiiiL— n i, i * M " n' n ' *
InrLT'ST-í'-*'*5- i i i i
2m'r . .... 1
HR'Á
Haustið 1963 lagði „viðreisnarstjórnin" fram frumvarp á Alþingiþar
sem m.a. var kveðið á um bann við verkföllum.
Verkalýðshreyfingin lýsti mikilli andstöðu við frumvarpið og 4.
nóvember efndi ASÍ til mótmælafundar á Lækjartorgi. Að fundi
loknum héldu margir að Alþingishúsinu til að undirstrika óánægju
sína. Frumvarpið var eigi að sfður samþykkt I neðri deild, en var
dregið til baka við þriðju og síðustu umræðu í efri deild um miðjan
mánuðinn.
96