Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 102
Stefán Ólafsson
Viðreisnarárin: Gæfa eða gjörvuleiki ríkisstjórnar?
Hér á landi er
algengt ad menn líti
fremur til
efnahagslegra en
þjódfélagslegra þátta
þegar árangur
ríkisstjórna er metinn.
Smáríkjum er það al-
mennt sameiginlegt að
geta ekki framleitt sjálf
allar helstu nauðþurftir sínar
og eru þau því mun háðari ut-
anríkisverslun en stærri ríkin.
Þetta skapar sérstök aðlögun-
arvandamál í smáríkjunum
umfram það sem er í þeim
stærri, því smáríkin hafa lítil
eða engin áhrif á heimsmark-
aðinn eða það umhverfi sem
þau starfa í. Ytri aðstæður
setja þeim skilyrði sem þau
verða að nýta sér og laga sig
að, eða að öðrum kosti fara
halloka í viðskiptum og lífs-
kjörum. Þessi atriði skipta
jafnvel meira máli á Islandi en
í flestum öðrum smáríkjum
(Gunnar H. Kristinsson,
1987).
Bandarískur þjóðfélags-
fræðingur, Peter J. Katzen-
stein, hefur í nýlegum bókum
fært rök að því, að þessar að-
stæður smáríkjanna í Evrópu
hafi laðað fram það sem hann
kallar „lýðræðislega samráðs-
skipan“ (democratic corpo-
ratism), sem hann telur að hafi
greitt fyrir aðlögun heima
fyrir að ytri aðstæðum. Þau
lönd sem hann einkum fjallar
um í rannsóknum sínum eru
Austurríki, Sviss, Danmörk,
Noregur, Svíþjóð, Holland
og Belgía.
Með lýðræðislegri sam-
ráðsskipan er átt við, að ríkis-
valdið hafi reglubundin og
formleg samráð við helstu
hagsmunaaðila í þjóðfélaginu.
Forsendur slíkrar skipanar
eru þær, að víðtæk og öflug
samtök séu fyrir hendi í þjóð-
félaginu (meðal launþega, at-
vinnurekenda, bænda eða
annarra hagsmunaaðila), að
hugmyndafræði samstöðu og
sátta sé sterk í þjóðfélaginu,
að gagnkvæmt traust sé í sam-
skiptum aðilanna og ríkis-
valdsins, og að samráðin séu
varanleg. Stórar breytingar í
ytri skilyrðum og hagstjórn
eru til þess fallnar að breyta
tekjuskiptingu eða afkomu
einstakra hagsmunaaðila í
þjóðfélaginu. Því er ætíð mikil
hætta á átökum um skiptingu
lífsgæðanna í smáríkjum ef
ytri aðstæður breytast. Katz-
enstein telur það einmitt vera
aðalsmerki ríku smáríkjanna í
Evrópu að þeim hafi tekist
með hinni lýðræðislegu sam-
ráðsskipan að skapa sveigjan-
leika í hagstjórn og frið á
vinnumarkaði, þrátt fyrir
krefjandi ytri aðstæður. Sam-
ráðsskipanin hafi því verið
þýðingarmikil forsenda góðs
árangurs í ríkjum þessum.
I framhaldi af þessu má
segja að ríkisstjómir hafi ætíð
bæði efnahagsleg og þjóðfé-
lagsleg (félagsleg og pólitísk)
markmið. Hér á landi er al-
gengt að menn líti fremur til
efnahagslegra en þjóðfélags-
legra þátta þegar árangur rík-
isstjórna er metinn. Þannig er
einkum hugað að hagvexti,
verðbólgu, atvinnuleysi,
sparnaði, viðskiptajöfnuði,
gengi, erlendum skuldum og
fjárfestingu, svo nokkuð sé
nefnt. Minna er fjallað um
stöðugleika í þjóðfélaginu,
frið á vinnumarkaði, breyt-
ingar á stjórnkerfi, lífskjör og
stéttskiptingu, menningaraf-
rek og búferlaflutninga í þessu
sambandi. Síðarnefndu þætt-
irnir eru þó ekki síður mikil-
vægir.
Ef við lítum sérstaklega á
árangur Viðreisnarstjórnar-
innar með hliðsjón af bæði
efnahags- og þjóðfélagslegum
markmiðum, má segja að ár-
angur ríkisstjórnarinnar virð-
Óróleiki á vinnumarkaði var áberandi á stjórnartíma „ Viðreisnar",
einkum við upphaf og undir lok hans. Hér sjást meðlimir í
Dagsbrún bíða eftir greiðslu úr verkfallssjóði félagsins árið 1970.