Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 104
Óhætt virdist að
segja, að með
þessum úrræðum
hafi algerlega
mistekist að leysa
vandann á þann hátt
sem algengast hefur
verið f evrópsku
smárfkjunum: með
samráðum um
útjöfnun byrðanna
sem stuðlaði að friði
og stöðugleika f
þjóðfélaginu.
/j
Ef þetta er rétt ályktun, má
segja að virk samráð Viðreisn-
arstjórnarinnar, og flestra
annarra íslenskra ríkisstjórna
á lýðveldistímanum, hafi
beinst of mikið að atvinnulíf-
inu en of lítið að samtökum
launafólks.
Framvindan á Viðreisnar-
árunum sýnir þetta í hnot-
skurn. A fyrri hluta stjórnar-
tímans naut ríkisstjórnin, og
landsmenn allir, mikillar gæfu
vegna þess að aflabrögð voru
góð (síldarárin) og skilyrði á
erlendum mörkuðum voru
hagstæð. Hagvöxtur var mik-
ill en lífskjör bötnuðu hægar
en væntingar launafólks stóðu
til. Því tókst ekki að koma í
veg fyrir endurtekin víðtæk
verkföll. Síðan er gæfan sneri
baki við landsmönnum og ytri
skilyrði versnuðu, með hruni
síldarstofnsins og verðlækk-
unum á erlendum mörkuð-
um, brást ríkisstjórnin við á
þann máta sem í dag er gjarn-
an kallaður „hið klassíska úr-
ræði“, þ.e. gengisfelling og af-
nám vísitölubindingar launa á
meðan verðhækkanir gengu
yfir og rýrðu kaupmátt veru-
lega. I kjölfarið fylgdu síðan
verkföll og landflótti. Ohætt
virðist að segja, að með þess-
um úrræðum hafi algerlega
mistekist að leysa vandann á
þann hátt sem algengast hefur
verið í evrópsku smáríkjun-
um: með samráðum um út-
jöfnun byrðanna sem stuðlaði
að friði og stöðugleika í þjóð-
félaginu.
I samantekt má segja, að
kerfisbreytingar í stjórnar-
háttum og tilraunir til að
renna nýjum stoðum undir ís-
lenskan iðnað beri gjörvuleika
Viðreisnarstjórnarinnar hvað
gleggst merki, en gæfu naut
hún einnig í ríkum mæli. Hins
vegar mistókst henni að
mestu, eins og flestum þeim
stjórnum sem á eftir fylgdu,
að haga stjórnarháttum
þannig að friður gæti haldist
um þá. Islenskum ríkisstjórn-
um hefur almennt ekki tekist
að troða þær slóðir í stjórnlist
sem Peter J. Katzenstein telur
hafa átt hvað mestan þátt í
góðum árangri evrópsku smá-
ríkjanna, slóðir hinna lýð-
ræðislegu samráða.
Hliðsjónarrit
— Gunnar Helgi Kristinsson,
„Iceland: Vulnerability in a
Fish-based Economy", í
Cooperation and Conflict, nr.
XXII, 1987.
— Jóhannes Nordal, „Hag-
stjórn í tvo áratugi", í Þórður
Friðjónsson (ritstjóri, 1984).
— Peter J. Katzenstein, Cor-
poratism and Change:
Austria, Switzerland and the
Politics of Industry (New
York, Cornell University
Press, 1984).
— Peter J. Katzenstein, Small
States in World Markets:
Industrial Policy in Europe
(New York, Cornell Uni-
versity Press, 1985).
— Stefán Olafsson, íslenska
velferðarríkið: Lífskjör og
stjórnmdl (Reykjavík, fjölrit-
að handrit, 1984).
— Þórður Friðjónsson (rit-
stjóri), íslensk haglýsing:
Greinar um íslensk efnahags-
mál (Reykjavík, Almenna
bókafélagið, 1984).
Á fyrrihluta sjöunda áratugarins var hagvöxtur hér á landi mikill en
Stefán teiur að lífskjör hafi batnað hægar en vonir launafólks
stóðu til. 1. maí 1961 var m.a. barist fyrir afnámi lægstu
launaflokka ríkisins.
102