Ný saga - 01.01.1988, Síða 110
AF
BÓKUM
Þegar bindunum
fimmtán er fiett
kemur fram jöfn
skipting milli Evrópu
og hinna
heimsálfanna.
þjóðarsögu og mannkynssögu.
Það er t.d. erfitt fyrir Eng-
lendinga að draga skörp skil
þar á milli. Okkur er tamt að
líta á mannkynssöguna, sér-
staklega Evrópusöguna, sem
bakgrunn innlendra atburða.
Þess vegna hentar það okkur
betur að gefa út verk sem er
unnið af sagnfræðmgum þjóða
er hafa jafn „veik“ tengsl við
mannkynssöguna og við.
Auðveldara er fyrir íslenska
lesendur að laga sig að slíkri
sögu.
Þegar ráðist er í útgáfu á
svona stórverki er mikið und-
ir þýðingunni komið. Helgi
Skúli var spurður um hver
væru helstu vandamál við
þýðinguna og hvaða kröfur
væru gerðar til þýðendanna.
Helstu vandamálin eru að
halda samrœmi í notkun
fræðiheita, örnefna og staðar-
nafna. Hvað varðar kröfur til
einstakra þýðenda, þá er það
æskilegt að þeir hafi þekkingu
á sögu þess bindis er þeim er
úthlutað til þýðingar.
50:50
Þegar bindunum fimmtán
er flett kemur fram jöfn skipt-
ing á milli Evrópu og hinna
heimsálfanna. Fyrsta bindið,
sem er forsagan, fjallar fyrst
og fremst um þróunina í Asíu
og Afríku á forsögulegum
tíma, en þó eru fyrstu skrefin
tekin í umfjöllun um Evrópu
og Ameríku. I öðru bindi, er
greinir frá tímabilinu 1200—
200 f.Kr., kemur hin skýra
tvískipting fram. Bindið, sem
er rúmlega 260 síður, deilist
jafnt á milli Evrópu og hinna
heimsálfanna. Þessari skipt-
ingu er haldið að sjötta bindi, í
því segir eingöngu frá Evrópu
Helgi Skúli Kjartansson er
aðstoðarritstjóri íslensku
útgáfunnar.
á tímabilinu 1300—1300. Til
að vega upp á móti þessu fjall-
ar sjöunda bindið einvörð-
ungu um aðrar heimsálfur á
tímabilinu 1350 - 1500. Átt-
unda bindið, sem tekur til
tímabilsins 1500-1700, er
eins og það sjötta helgað
Evrópu, það níunda er um út-
álfurnar á sama tímabili. Síðan
er saga mannkyns rakin með
áðurnefndum hlutföllum allt
fram til vorra daga.
Vissulega má deila um þessa
tvískiptingu. En vandséð er að
í verki sem fyrst og fremst er
beint til Norðurlandabúa sé
hægt að gera hlut Evrópu
minni. Á hinn bóginn er erfitt
að gera sögu Evrópu ítarlegri
skil ef fjalla á um alla veraldar-
söguna.
AÐGENGILEG
SAGA
I mannkynssögu sem ætlað
er að fjalla um allar hliðar
samfélagsins er varla hægt að
búast við að öll bindin hafi
samskonar áherslur. Eftir því
sem nær dregur samtímanum
verður stjórnmálasagan stöð-
ugt meira áberandi. Þessu er
öfugt farið með landbúnað. í
fyrstu bindunum fær hann
mikla umfjöllun, en eftir því
sem nær dregur okkar tíma
verður hún minni. En yfirleitt
eru áherslurnar á milli hinna
einstöku samfélagshliða í
ágætu jafnvægi. Þannig er t.d.
stöðu kvenna, listum, trúaí-
brögðum og verslun gerð
ágæt skil í öllum bindunum.
Eitt þeirra hefta þar sem rit-
un heildarsögu hefur tekist
með ágætum er fyrsta bindið,
I begynnelsen. Fra de förste
mennesker til de förste sivil-
isasjoner, eftir fornleifafræð-
ingana Randi og Gunnar Há-
landi. I því er grunnurinn
lagður að þeim þáttum er
teknir eru til umfjöllunar í
síðari bindunum. Þar er m.a.
gerð grein fyrir uppruna
mannsins, fyrstu verkfærun-
um, tungumálum, trúar-
brögðum, listum, tilkomu
landbúnaðar og menningar,
og svo hvernig hin ýmsu sam-
félög í Asíu, Afríku, Evrópu
og Ameríku stíga sín fyrstu
spor.
Myndefnið, kort, myndir
og rammatextar, er fjölbreyti-
legt og vandað og segir stóran
hluta sögunnar. Gott dæmi er
kortið á síðu 64 í fyrsta bindi
en þar er lýst framrás manns-
ins í Ameríku. Það segir jafn
mikla, ef ekki meiri sögu, en
langur texti. Auk þess festist
það betur í minni en texti með
fjölda ártala og örnefna. En til
að fá heildarmynd af þróun-
inni er nauðsynlegt að lesa
textann. Þrátt fyrir að mynd-
efni sé helmingur verksins þá
fléttast það og textinn saman í
eina heild. Þannig verður
verkið aldrei sundurlaust.
Við hvert bindi er nafna-
108