Ný saga - 01.01.1988, Side 112

Ný saga - 01.01.1988, Side 112
Valdimar Unnar Valdimarsson ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND ísland og aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum Eftir að kommúnistar komust til valda á meginlandi Kína árið 1949 og þjóðernissinnar undir forystu Chiang-Kai-shek höfðu verið hraktir til For- mósu, stóð samfélag þjóðanna frammi fyrir áleitnum spurn- ingum. Hvaða sess skyldi hið kínverska Alþýðulýðveldi skipa meðal þjóða heims? Var hið nýja ríki þess eðlis að rétt- mætt væri að taka það í sátt sem fullgildan aðila að hinum ýmsu alþjóðastofnunum? Var verjandi að veita hinu nýja og herskáa ríki aðild að Samein- uðu þjóðunum? Spurningar af þessu tagi voru ofarlega á baugi á al- bjóðavettvangi í rúma tvo ára- tugi, allt til ársins 1971 er Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna ákvað að taka kínverska Alþýðulýðveldið í sátt, veita því aðild að samtökunum í stað Formósu, sem farið hafði með umboð Kína hjá þessari alþjóðastofnun fram að því. Deilan um aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum var langvinn og þurftu íslending- ar ekkert síður en aðrar þjóðir að taka afstöu til þessa máls. Við skulum nú víkja nánar að því hvar Islendingar skipuðu sér á bekk í þessu alþjóðlega deilumáli og varpa ljósi á nokkra þá þætti sem mestu réðu um afstöðu íslendinga, afstöðu sem tók ýmsum breytingum í tímans rás. Mao Tse-tung í hópi hermanna árið 1947. Tveimur árum síðar höfðu kommúnistar, undir forystu Maos, náð völdum á meginlandi Kína og deilur hófust um það á alþjóðavettvangi hvern sess hið nýja ríki skyldi skipa meðal þjóða heims. ÍSLAND OG NATO Langt fram eftir sjötta ára- tugnum fór afstaða íslendinga í Kínamálinu saman með af- stöðu flestra annarra vest- rænna ríkja. Fulltrúar þessara ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna létu í Ijós það sjón- armið, einkum á meðan Kóreustyrjöldin geisaði, að framferði kínverska Alþýðu- lýðveldisins á alþjóðavett- vangi gengi í berhögg við sátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Kostir Peking-stjórnarinnar væru skýrir; annaðhvort afl- aði hún sér viðurkenningar á alþjóðavettvangi með frið- samlegri hegðun eða héldi uppteknum hætti og yrði af þeim sökum áfram afskipt og einangruð í samfélagi þjóð- anna. íslendingar tóku lengi vel undir sjónarmið af þessu Var verjandi að veita hinu nýja og herskáa ríki aðild að Sameinuðu þjóðunum? tagi.1 Studdu þeir því iðulega bandarískar tillögur þess efnis að Allsherjarþingið tæki ekki til greina tillögur, sem mið- uðu að því að stjórn kínverska Alþýðulýðveldisins tæki sæti hjá Sameinuðu þjóðunum sem lögmætur fulltrúi í stað Formósustjórnarinnar. ís- lendingar studdu bandarísku tillögurnar einir Norður- landaþjóða en tillögur þessar hlutu ávallt samþykki Alls- herjarþingsins á sjötta ára- tugnum; önnur ríki Norður- landa voru ætíð andsnúnir þeim.2 Sérstaða íslands gagnvart öðrum ríkjum Norðurlanda í Kínamálinu á sjötta áratugn- um er ekki síst athyglisverð í ljósi þeirrar áherslu sem Norðurlandaþjóðirnar lögðu á samstarf og samstöðu á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Er því eðlilegt að spurt sé hvað hafi valdið því að íslend- ingar sáu sig knúða til að víkja áf þeirri braut sem frændþjóð- ir þeirra á Norðurlöndum kusu að feta í Kínamálinu. í þessu sambandi er meðal annars vert að hafa í huga að ólíkt öðrum Norðurlanda- þjóðum höfðu íslendingar enn ekki viðurkennt Peking- stjórnina og höfðu því engin stjórnmálatengsl við Rauða- Kína. Skýrir þetta að nokkru það ósætti sem ríkti milli ís- lands og annarra ríkja Norð- urlanda um afstöðuna til þess hverjir skyldu fara með um- boð Kína á vettvangi Samein- uðu þjóðanna.3 En þar með 4 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.