Ný saga - 01.01.1988, Page 113
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND
var öll sagan auðvitað ekki
sögð; fleiri þættir stuðluðu að
þeirri afstöðu sem Islendingar
tóku til þessa máls lungann úr
sjötta áratugnum. Þar á meðal
var aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu. Er ljóst að
við stefnumörkun sína tóku
íslendingar mjög ntið af af-
stöðu annarra NATO-ríkja í
Kínamálinu. Má nefna sem
dæmi að árið 1956 sagði Thor
Thors, fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, í
skýrslu til utanríkisráðu-
neytisins að ástæðulaust virt-
ist fyrir íslendinga að breyta
afstöðu sinni í Kínamálinu þar
sem eðlilegast væri að þeir
hefðu sömu afstöðu til þessa
máls og þorri NATO-ríkja. í
þessari sömu skýrslu benti
Thor utanríkisráðuneytinu á
að fengi Peking-stjórnin full-
trúa hjá Sameinuðu þjóðun-
um gæti vel farið svo að
Bandaríkjamenn segðu skilið
við samtökin „og væri þá
vissulega allt í óvissu um
framtíð þeirra samtaka."4
Chiang Kai-shek, leidtogi
þjóðernissinna á Formósu.
Undir forystu hans var sett á
stofn ríki sem gerði kröfu um að
vera talið hið „rétta" Kína.
Formósustjórn tókst að halda
sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum allt til ársins 1971.
Sendiherrahjónin Thor og Ágústa Thors. Thor Thors var fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1947 og allt þar til hann féll frá í upphafi árs 1965. Á
þessu timabili var aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum mjög f deiglunni.
Þessi ótti við úrsögn Banda-
ríkjanna úr Sameinuðu þjóð-
unum virðist hafa ráðið tölu-
verðu um afstöðu íslendinga í
Kínamálinu.5 Er í þessu sam-
bandi vert að rifja upp um-
mæli dr. Kristins Guðmunds-
sonar utanríkisráðherra, sem
sagði í blaðaviðtali árið 1955:
Afstaða Islendinga til
málsins hefir verið sú, að
Pekingstjórnin ætti að fá
fulltrúaréttinn á þingi S.Þ.
en hins vegar ekki talið rétt
að fórna jafnvel friði og
samstarfsvilja þjóða fyrir
það, þar sem vitað er, að
ýmsar þjóðir hefðu sagt sig
úr samtökunum, ef það
hefði nú verið samþykkt
og dagar S.Þ. þá verið tald-
KÍNAMÁL OG
LANDHELGI
ÍSLANDS
Árið 1958 varð athyglisverð
breyting á afstöðu íslands til
111